Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 25. júní 2020 22:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Frábær tölfræði sem setur titil Liverpool í samhengi
Fremstu þrír eru mjög mikilvægir.
Fremstu þrír eru mjög mikilvægir.
Mynd: Getty Images
Mynd frá því í mars á síðasta ári þegar taplausa hrinan var komin vel á veg ásamt heimaleikjasigurhrinunni.
Mynd frá því í mars á síðasta ári þegar taplausa hrinan var komin vel á veg ásamt heimaleikjasigurhrinunni.
Mynd: Getty Images
Einn albesti varnarmaður heims á sinn þátt í þessu afreki Liverpool.
Einn albesti varnarmaður heims á sinn þátt í þessu afreki Liverpool.
Mynd: Getty Images
Liverpool varð í kvöld Englandsmeistari í fyrsta sinn í 30 ár. Opta tók saman fimm tölfræði staðreyndir sem setja þennan nítjánda Englandsmeistaratitil í samhengi.

1. Liðið var á tímapunkti búið að vinna átján leiki í röð í deildinni. Lengi vel var það einungis Manchester United sem náði í stig gegn Liverpool en í febrúar sigraði Watford á móti meisturunum og á dögunum gerði liðið jafntefli gegn Everton.

2. Liðið kom inn í þessa leiktíð á sigurhrinu og hefur enn ekki tapað stigi á heimavelli. 23 leikir í röð sem er met.

3. Liðið var taplaust í 44 leikjum komandi inn í leikinn gegn Watford.

4. Fyrsti titilinn í þrjátíu ár, biðin er á enda. Fyrsti úrvalsdeildartitilinn.

5. Liðið hefur nú orðið meistari á átta mismunandi áratugum.




Athugasemdir
banner
banner