Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 26. maí 2019 10:30
Ívan Guðjón Baldursson
Valverde: Vorum með miklar væntingar
Valverde hefur verið við stjórnvölinn hjá Barca í tvö ár.
Valverde hefur verið við stjórnvölinn hjá Barca í tvö ár.
Mynd: Getty Images
Ernesto Valverde segir sína menn í Barcelona vera gríðarlega vonsvikna eftir tap gegn Valencia í úrslitaleik spænska Konungsbikarsins.

Valencia komst tveimur mörkum yfir í fyrri hálfleik og náði Lionel Messi að minnka muninn eftir leikhlé. Börsungum tókst ekki að jafna leikinn þrátt fyrir mikinn sóknarþunga og er þetta í fyrsta sinn í fimm ár sem Barca vinnur ekki bikarinn.

„Fyrir mánuði síðan fögnuðum við deildartitlinum og undirbjuggum okkur fyrir þrennuna. Við vorum með miklar væntingar og erum vonsviknir," sagði Valverde, sem vill ekki kenna hugarfari leikmanna um eins og eftir tapið gegn Liverpool.

„Ég get ekki kennt leikmönnum um tapið í dag, þeir gáfu allt í þetta og ég held að þetta hafi ekki snúist um hugarfar í þetta skiptið. Valencia gekk einfaldlega betur í leiknum."

Starf Valverde var talið í hættu en Josep Bartomeu, forseti Barca, hefur ítrekað sagt að Valverde verði áfram hjá félaginu. Þetta endurtók hann eftir tapið gegn Valencia.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner