Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 26. júní 2018 16:41
Magnús Már Einarsson
Byrjunarlið Íslands: Þrjár breytingar
Ein breyting frá Króatíu sigrinum í fyrra
Icelandair
Sverrir Ingi Ingason byrjar.
Sverrir Ingi Ingason byrjar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emil Hallfreðs byrjar.
Emil Hallfreðs byrjar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Króatíu klukkan 18:00.

Smelltu hér til að sjá beina textalýsingu frá Rússlandi

Þrjár breytingar eru á liðinu frá því í 2-0 tapinu gegn Nígeríu á föstudaginn en Ísland fer aftur í 4-4-1-1 líkt og í jafnteflinu gegn Argentínu í fyrsta leik riðilsins.

Emil Hallfreðsson kemur inn á miðjuna og Jóhann Berg Guðmundsson mætir aftur á kantinn eftir að hafa misst af leiknum við Nígeríu vegna meiðsla á kálfa. Jón Daði Böðvarsson og Rúrik Gíslason fara á bekkinn.

Sverrir Ingi Ingason kemur einnig inn í vörnina fyrir Kára Árnason. Sverrir og Ragnar Sigurðsson verða saman í hjarta varnarinnar en þeir eru á heimavelli í kvöld þar sem þeir spila báðir með Rostov í Rússlandi.

Ísland vann Króatíu 1-0 á Laugardalsvelli fyrir rúmu ári síðan en eina breytingin á liðinu síðan þá er að Sverrir kemur inn fyrir Kára.

Byrjunarlið Ísland
Hannes Þór Halldórsson
Birkir Már Sævarsson
Ragnar Sigurðsson
Sverrir Ingi Ingason
Hörður Björgvin Magnússon
Jóhann Berg Guðmundsson
Aron Einar Gunnarsson
Emil Hallfreðsson
Birkir Bjarnason
Gylfi Þór Sigurðsson
Alfreð Finnbogason
Athugasemdir
banner
banner