Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 26. júní 2018 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
HM í dag - Kemst Ísland áfram?
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það mun ráðast í dag hvort Ísland fari áfram í 16-liða úrslit Heimsmeistaramótsins. Staðan er erfið en ekki ómöguleg.

Ísland mætir Króatíu, liði sem við þekkjum afskaplega vel, í kvöld. Þetta er síðasti leikur Íslands í riðlakeppninni í Rússlandi. Ísland þarf sigur til þess að eiga möguleika á því að fara áfram og við þurfum einnig að treysta á hagstæð úrslit úr leik Nígeríu og Argentínu sem er á sama tíma. Argentína þarf helst að vinna þann leik en ekki með of stórum mun.

Lokaleikirnir í D-riðli fara báðir fram klukkan 18:00 í kvöld. Ljóst er að spennan verður vart bærileg.

Klukkan 14:00 verða lokaleikirnir í C-riðli spilaðir. Frakkland mætir Danmörku og Ástralía spilar við Perú. Frakkland er komið áfram en baráttan er á milli Danmerkur og Ástralíu um annað sætið. Ástralía þarf að vinna Perú og treysta á að Frakkland vinni Danmörku.

Leikir dagsins:

C-riðill
14:00 Danmörk - Frakkland (Moskva)
14:00 Ástralía - Perú (Sochi)

D-riðill
18:00 Nígería - Argentína (Sankti Pétursborg)
18:00 Ísland - Króatía (Rostov-On-Don)
Athugasemdir
banner
banner