Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 26. júní 2019 19:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mjólkurbikarinn: Víkingar sýndu rosalegan karakter
Víkingar eru komnir í undanúrslit.
Víkingar eru komnir í undanúrslit.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gilson Correia átti ekki góðan leik.
Gilson Correia átti ekki góðan leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV 2 - 3 Víkingur R.
1-0 Guðmundur Magnússon ('14 )
2-0 Guðmundur Magnússon ('32 )
2-1 Sölvi Geir Ottesen Jónsson ('57 )
2-2 Nikolaj Andreas Hansen ('80 , víti)
2-3 Erlingur Agnarsson ('84 )
Lestu nánar um leikinn

Það var frábær leikur í Vestmannaeyjum þegar Víkingar úr Reykjavík heimsóttu ÍBV í fyrsta leik 8-liða úrslita Mjólkurbikars karla.


Það voru heimamenn sem byrjuðu betur og komust Vestmannaeyingar yfir á 14. mínútu þegar Guðmundur Magnússon skoraði sitt fyrsta mark í sumar. ÍBV var sterkari í fyrri hálfleiknum og Guðmundur bætti við öðru marki sínu á 32. mínútu. Staðan var 2-0 í hálfleik.

En það átti margt eftir að gerast í seinni hálfleiknum. Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði Víkinga, minnkaði muninn á 57. mínútu eftir aukaspyrnu frá Ágústi Hlynssyni.

Þetta var leikur tveggja hálfleika. Gilson Correia, varnarmaður ÍBV, stal senunni síðustu mínúturnar. Hann gaf vítaspyrnu sem Nikolaj Hansen jafnaði úr. Hann skoraði síðan mark sem var dæmt af vegna rangstöðu áður en Erlingur Agnarsson skoraði eftir varnarmistök hans. Staðan orðin 3-2 fyrir Víkinga og ekki góðar mínútur fyrir varnarmann ÍBV.

Ekki voru fleiri mörk skoruð og endurkomusigur Víkinga staðreynd. Þetta er þriðji sigur liðsins í röð í öllum keppnum. Víkingar eru fyrsta liðið í undanúrslit. Á morgun halda 8-liða úrslitin áfram.

ÍBV er á botni Pepsi Max-deildarinnar og er núna úr leik í bikarnum. Eyjamenn geta væntanlega ekki beðið eftir því að Gary Martin byrji að spila. Hann er mættur til Eyja og er löglegur með liðinu frá og með 1. júlí næstkomandi.


Athugasemdir
banner