Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 26. september 2019 20:40
Brynjar Ingi Erluson
Beckham opnar umboðsmannaskrifstofu
David Beckham
David Beckham
Mynd: Getty Images
Fyrrum knattspyrnumaðurinn David Beckham veður í verkefnum þessa dagana en hann virðist nú vera að snúa sér að umboðsmannabransanum.

Beckham átti afar farsælan feril með knattspyrnuliðum á borð við Manchester United, Real Madrid, Paris Saint-Germain, AC Milan og Los Angeles Galaxy en eftir ferilinn hefur hann verið að fjárfesta mikið innan geirans.

Hann er eigandi Inter Miami sem mun hefja leik í MLS-deildinni á næstu leiktíð en nú er hann að færa sig yfir í umboðsmannaheiminn.

Beckham er í dag skráður framkvæmdastjóri Footwork Management Limited en það er í eigu Beckham, Dave Garner og Nicola Howson.

Beckham er ekki með umboðsmannaréttindi en það er Garner hins vegar á meðan Howson hefur verið í almannatengslum innan geirans. Stefna fyrirtækisins er að hafa fámennan kúnnahóp en Mason Greenwood, framherj Manchester United, er helsta skotmark fyrirtækisins.

Beckham fær ekki að taka umboðsmannaréttindin þar sem hann er einn af eigendum Salford City en David Jonson, fyrrum leikmaður Nottingham Forest, mun hjálpa til við að fá leikmenn inn en hann hefur verið í kringum mörg félagaskipti á Bretlandseyjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner