Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 26. september 2019 12:18
Magnús Már Einarsson
Keogh frá út tímabilið eftir ölvunarakstur liðsfélaga
Richard Keogh (til vinstri) verður frá út tímabilið.
Richard Keogh (til vinstri) verður frá út tímabilið.
Mynd: Getty Images
Richard Keogh, fyrirliði Derby, verður frá keppni út tímabilið eftir að hafa meiðst illa á hné í bílslysi á þriðjudagskvöld.

Leikmenn og starfsmenn Derby fóru saman út að borða á þriðjudagskvöld en flestir leikmenn héldu heim á leið klukkan 20:00. Keogh og nokkrir aðrir leikmenn héldu hins vegar áfram að drekka áfengi fram eftir kvöldi og keyra ölvaðir heim.

Mason Bennett og Tom Lawrence, leikmenn Derby, hafa báðir verið ákærðir fyrir ölvunarakstur. Bennett og Lawrence voru ásamt Keogh í bifreið þegar þeir óku á staur.

Ekki hefur verið staðfest hvort Bennett eða Lawrence var við stýrið á þriðjudagskvöld en Keogh varð hins vegar fyrir alvarlegum meiðslum í slysinu og verður frá út tímabilið.

Keogh er 33 ára gamall en hann hefur leikið með Derby síðan 2012. Þessi írski landsliðsmaður þekkir til á Íslandi en hann var á láni hjá Víkingi R. frá Stoke árið 2004.

Derby fordæmdi hegðun leikmannanna í yfirlýsingu í dag en félagið ætlar að rannsaka málið betur á næstu dögum.
Athugasemdir
banner
banner
banner