Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 27. júní 2019 12:00
Arnar Daði Arnarsson
Skoraði sitt fyrsta mark 16 ára og 268 daga gamall - Tilfinningin geggjuð
Valgeir í leik með HK í sumar.
Valgeir í leik með HK í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Valgeir Valgeirsson skoraði seinna mark HK í 2-0 sigri á ÍA um síðustu helgi í 10. umferð Pepsi Max-deildar karla. Þetta var annar sigur HK í deildinni í sumar og kom liðinu uppúr fallsæti í sólarhring eða þangað til Víkingur vann síðan KA fyrir norðan.

Mark Valgeirs var hans fyrsta mark í meistaraflokki. Valgeir er 16 ára og 273 daga gamall og er yngsti markaskorari efstu deildar síðan Hjörtur Hermannsson skoraði fyrir Fylki gegn Víkingi árið 2011, þá 16 ára og 215 daga gamall.

„Tilfinningin þegar ég skoraði markið var geggjuð. Maður getur varla lýst því hversu ánægður maður var þegar boltinn fór í netið. Vonandi mun þessi tilfinning koma oftar á tímabilinu," sagði hinn ungi og efnilegir Valgeir Valgeirsson við Fótbolta.net.

Meiri virðing frá yngri iðkendum
Eiður Smári Guðjohnsen á enn metið, en hann skoraði 15 ára og 253 daga gamall fyrir Val gegn ÍBV árið 1994. Valgeir viðurkennir að markið hafi vakið athygli vina og ættingj en þá sérstaklega yngri iðkenda hjá HK.

„Ég er einnig þjálfari hjá sumum af þessum krökkum og eru þeir byrjaðir að sýna mér miklu meiri virðingu eftir markið sem gerir vinnuna þægilegri. Það vita líklega fleiri hver ég er núna útaf umfjölluninni í kjölfarið á ÍA leiknum en ég má ekkert vera hugsa mikið út i það núna."

Valgeir á að baki 17 leiki með U-17 ára landsliði Íslands. Hann lék til að mynda allar mínútur í öllum þremur leikjum Íslands í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fram fór í Írlandi í síðasta mánuði þar sem liðið vann Rússland en tapaði fyrir Portúgal og Ungverjalandií síðustu tveimur leikjunum og komst þar af leiðandi ekki áfram.

„Ég er fjölhæfur leikmaður. Ég get spilað margar stöður á vellinum. Ég er hvorki sterkasti né stærsti leikmaðurinn en ég er hrikalega snöggur á vellinum. Ég er fljótur að hugsa hvað ég ætla gera með boltann og reyni að gera hlutina eins einfalda og hægt er," sagði Valgeir þegar hann var beðinn um að lýsa sér sem knattspyrnumanni. Hann er uppalinn miðjumaður en segist geta spilað sem kantmaður og hægri bakvörður.

Markmiðið að fara út í atvinnumennsku
„Markmiðið mitt núna er að verða fasta maður í byrjunarliðinu hjá HK og sanna mig í efstu deild. Núna er ég bara að hugsa um þetta tímabil hjá HK en auðvitað er mitt helsta markmið að fara út í atvinnumennskuna og vera í landsliðinu," sagði Valgeir sem viðurkennir að hlutverk sitt með HK hingað til hafi verið miklu meira en hann bjóst við.

„Ég hef fengið mínútur í hverjum einasta leik á tímabilinu þegar ég hef verið á landinu og ég bjóst ekki alveg við því. Ég er mjög ánægður með mitt hlutverk sem stendur og er það markmið mitt að vera í stóru hlutverki hjá HK á þessu tímabili," sagði Valgeir sem er greinilega ánægður með þjálfara HK, Brynjar Björn Gunnarsson sem er á sínu öðru ári með HK. Valgeir lék einmitt sína fyrstu meistaraflokksleiki á síðustu leiktíð í Inkasso-deildinni þegar hann kom við sögu í tveimur leikjum.

„Brynjar Björn hefur hjálpað mér gríðarlega mikið sem leikmanni og persónu og einnig Viktor (Bjarki Arnarsson). Brynjar Björn hefur þróað mig sem leikmann og hefur kennt mér margt um meistaraflokks boltann. Það sem Brynjar Björn hefur sýnt mér mest er traust og er það gríðalega mikilvægt fyrir mig sem ungan leikmann," sagði Valgeir og bætti við að hann væri virkilega þakklátur fyrir þau tækifæri sem hann hefur fengið nú þegar með HK í sumar.

Fær vonandi tækifærið gegn Val
HK tekur á móti Íslandsmeisturum Vals í 11. umferðinni á sunnudaginn næstkomandi. Valgeir segist vera gríðalega spenntur fyrir þeim leik.

„Þetta verður hörkuleikur milli tveggja liða sem bæði þurfa á sigri að halda. Vonandi mun ég fá tækifæri í þessum leik. Ég mæli eindregið með því að fólk geri sér ferð í hlýjuna og regnleysið í Kórnum. Þá hef ég heyrt að Bjarki Eldjárn Kristjánsson, fyrrum prospect úr liði fólksins, ætli að mæta á sinn fyrsta heimaleik á tímabilinu og bjóða hverjum þeim sem þekkir hann upp á frían iðnaðarbolla," sagði Valgeir að lokum í samtali við Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner