Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 27. júlí 2020 14:00
Magnús Már Einarsson
Southampton fékk fleiri stig en Leicester eftir 9-0 leikinn
Úr leiknum fræga í október.
Úr leiknum fræga í október.
Mynd: Getty Images
25. október síðastliðinn jafnaði Leicester met yfir stærsta sigurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar þegar liðið burstaði Southampton 9-0 á útivelli.

Á þeim tímapunkti stefndi Leicester hraðbyri á sæti í Meistaradeildinni á meðan fallbarátta virtist blasa við Southampton.

Ralph Hasenhuttl og lærisveinar hans hjá Souhampton náðu hins vegar heldur betur að snúa við blaðinu eftir þennan leik á meðan gengi Leicester dalaði eftir því sem á leið tímabilið.

Southampton fékk 44 stig frá 25. október og út tímabilið á meðan Leicester fékk 42 stig.

Southampton endaði í 11. sæti deildarinnar eftir sigur á Sheffield United í lokaumferðinni í gær á meðan Leicester féll niður í 5. sæti eftir tap gegn Manchester United.


Athugasemdir
banner
banner
banner