Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 27. september 2019 21:35
Ívan Guðjón Baldursson
Elías Már spilaði við varalið PSV - Roeselare tapaði
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Elías Már Ómarsson fékk að spila síðasta hálftímann er Excelsior lagði varalið PSV að velli í hollensku B-deildinni.

Jeffry Fortes og Stijn Meijer skoruðu tvennu hvor í 5-2 sigri en Elías Már komst ekki á blað.

Excelsior er í toppbaráttu B-deildarinnar með sextán stig eftir átta umferðir. Liðið féll úr efstu deildinni í vor.

Excelsior 5 - 2 Jong PSV
1-0 J. Fortes ('5)
2-0 S. Meijer ('8)
3-0 D. Haspolat ('24)
4-0 S. Meijer ('29)
4-1 R. Lauwers ('63)
4-2 C. Ngonge ('65)
5-2 J. Fortes ('86)

Í belgísku B-deildinni töpuðu lærisveinar Arnars Grétarssonar í Roeselare 0-2 gegn Westerlo.

Roeselare vermir botnsæti deildarinnar með aðeins tvö stig eftir átta umferðir. Lærisveinar Stefáns Gíslasonar í Lommel eru í næsta sæti fyrir ofan, með þrú stig og leik til góða.

Þetta eru einu tvö félögin sem eiga eftir að vinna deildarleik á tímablinu.

Roeselare 0 - 2 Westerlo
0-1 A. Gboho ('49)
0-2 L. Van Eenoo ('55)

Að lokum spilaði Ísak Snær Þorvaldsson í 2-0 tapi Norwich gegn Manchester United í ensku varaliðadeildinni.

Ísak er 18 ára og lék allan leikinn með varaliði Norwich sem er búið að tapa þremur leikjum í röð.

Man Utd U23 2 - 0 Norwich U23
1-0 James Garner ('41)
2-0 Largie Ramazani ('68, víti)
Athugasemdir
banner