Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 28. mars 2024 22:40
Ívan Guðjón Baldursson
Rekinn frá Leicester eftir meint ástarsamband með leikmanni
Mynd: EPA
Willie Kirk hefur verið rekinn úr starfi sínu sem aðalþjálfari kvennaliðs Leicester City sem leikur í efstu deild á Englandi.

Kirk er rekinn fyrir brot á agareglum félagsins, en fréttamenn á Englandi eru sannfærðir um að það sé vegna meints ástarsambands sem hann átti með leikmanni liðsins og rataði í fjölmiðla á dögunum.

Kirk var sendur í leyfi fyrr í mars en núna er rannsókn Leicester á atburðarrásinni lokið og hefur þjálfarinn verið rekinn eftir tæp tvö ár hjá félaginu.

Kirk var upprunalega ráðinn til Leicester sem yfirmaður íþróttamála en hann hefur einnig þjálfað kvennaliðin hjá Hibernian, Bristol City og Everton auk þess að hafa verið aðstoðarþjálfari kvennaliðs Manchester United og verið aðalþjálfari hjá karlaliði Preston North End.

Kirk er 45 ára gamall og var að gera fína hluti hjá Leicester, sem er tíu stigum frá fallsæti í efstu deild kvenna.
Athugasemdir
banner
banner