Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 28. júní 2020 23:23
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Vísir 
Jói Kalli ósáttur: Öll vafaatriði duttu með KR
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
ÍA tapaði 1-2 gegn KR í Pepsi Max-deildinni í dag og var Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari Skagamanna, ekki sáttur með dómarateymið.

Einar Ingi Jóhannsson var dómari leiksins og talaði Jóhannes Karl um hann í samtali við Vísi að leikslokum.

Staðan var markalaus í leikhlé og kom Steinar Þorsteinsson heimamönnum yfir snemma í síðari hálfleik. KR-ingar svöruðu með tveimur mörkum og gagnrýndi Jóhannes leikstíl Vesturbæinga.

„Þeir héldu sama leikplani allan leikinn og dældu boltanum hátt og langt á bakverðina hjá okkur. Við leystum það að stóru leyti. Þeir ýttu Pálma mjög framarlega og vilja bara vera í svoleiðis fótbolta; að vinna seinni boltann og fá horn- og aukaspyrnur. Þeir gerðu það virkilega vel en mér fannst við spila miklu betri fótbolta."

Einar Ingi dæmdi ódýra vítaspyrnu á ÍA undir lok leiks en Pálmi Rafn Pálmason skaut í stöng. Skagamenn vildu svo fá vítaspyrnu í uppbótartíma en rangstæða var dæmd.

„Það var bara enn eitt vafaatriðið þar sem mér fannst dómaratríóið vera rosalega sátt með að dæma í hag KR. Oft á tíðum fannst mér vera einbeittur vilji að dæma KR í hag.

„Það voru fullt af vafaatriðum. Bjarki Steinn var negldur niður fyrir framan vítateig KR. Boltinn fór inn á miðjuna þar sem Sindri fór í tæklingu og fékk dæmt á sig brot og gult spjald. Öll vafaatriði duttu með KR.“

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner