Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 28. september 2019 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Fá ekki að skrá Liverpool sem vörumerki
Mynd: Getty Images
Knattspyrnufélaginu Liverpool hefur mistekist að fá 'Liverpool' skráð sem vörumerki.

Lögfræðiteymi félagsins var bjartsýnt á að þetta yrði leyft þar sem vörumerkið myndi aðeins ná til knattspyrnutengds varnings og þjónustu.

Beiðninni var aftur á móti hafnað þar sem Liverpool er of stórt svæði með of mikla og fjölbreytta sögu til að geta verið skráð sem vörumerki.

Smærri félög og fyrirtæki í borginni eru ósátt með þessa tilraun Liverpool og þá voru ekki margir stuðningsmenn sem tóku vel í þessa hugmynd. Félagið segist vera að taka þetta skref til að vernda stuðningsmenn frá fölsuðum Liverpool varningi.

Chelsea og Tottenham Hotspur eru meðal félaga sem hefur tekist að fá nafn sitt skráð sem vörumerki.
Athugasemdir
banner
banner