Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 28. október 2020 22:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alex Telles greindist með Covid-19
Alex Telles.
Alex Telles.
Mynd: Getty Images
Það furðuðu sig margir á því hvers vegna vinstri bakvörðurinn Alex Telles væri ekki í leikmannahópi Manchester United gegn RB Leipzig í Meistaradeildinni í kvöld.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man Utd, greindi frá ástæðunni eftir leikinn, sem endaði 5-0 fyrir Man Utd.

Telles greindist með kórónuveiruna.

„Telles greindist með kórónuveiruna og hann hefur verið frá í nokkra daga. Hann er ekki með nein einkenni og það verður allt í lagi með hann," sagði Solskjær.

Man Utd keypti Telles frá Porto á síðasta gluggadegi. Hann byrjaði í 2-1 sigri Man Utd á PSG í Meistaradeildinni í síðustu viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner