Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 29. júlí 2020 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Lampard sannfærði Werner um að koma til Chelsea
Mynd: Getty Images
Timo Werner er genginn til liðs við Chelsea og mun leika í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Þýski framherjinn segir að Frank Lampard, stjóri Chelsea, hafi sannfært sig um að velja félagið framyfir önnur stórlið sem vildu krækja í hann.

„Lampard er helsta ástæðan fyrir því að ég skrifaði undir. Við spjölluðum um taktíkina, hvernig hann vill láta liðið spila og hvernig hann sér mig fyrir sér í leikkerfinu," sagði Werner.

„Hann er virkilega fínn náungi. Hann sagði mér ekki bara hvað hann vill fá frá mér, heldur líka hvað hann getur gert til að gera mig að betri leikmanni."

Werner er 24 ára gamall. Hann hefur skorað 95 mörk í 159 leikjum hjá RB Leipzig og 11 mörk í 29 A-landsleikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner