Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 29. september 2019 19:47
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Waldschmidt hetja Freiburg - Góður sigur Herthu
Luca Waldschmidt skoraði sigurmark Freiburg
Luca Waldschmidt skoraði sigurmark Freiburg
Mynd: Getty Images
Tveir leikir fóru fram í þýska boltanum í dag en Freiburg vann Fortuna Dusseldorf 2-1 á meðan Hertha Berlín var með sterkan sigur á Köln.

Luca Waldschmidt var hetja Freiburg í dag en þegar staðan var 1-1 og tíu mínútur eftir skoraði hann sigurmarkið. Waldschmidt fór mikinn á EM U21 árs landsliða í sumar og raðaði þar inn mörkum.

Freiburg er í 3. sæti með 13 stig eftir sigurinn í dag en Hertha Berlín vann einnig góðan sigur í dag.

Liðið vann Köln 4-0. Vedad Ibisevic gerði tvö mörk á meðan þeir Javairo Dilrosun og Dedrick Boyata gerðu hin mörkin. Jorge Mere, miðvörður Köln, fékk að líta rauða spjaldið undir lok fyrri hálfleiks.

Úrslit og markaskorarar:

Fortuna Dusseldorf 1 - 2 Freiburg
1-0 Rouwen Hennings ('42 )
1-1 Jonathan Schmid ('45 )
1-1 Lucas Holer ('64 , Misnotað víti)
1-2 Luca Waldschmidt ('81 )

Koln 0 - 4 Hertha
0-1 Javairo Dilrosun ('23 )
0-2 Vedad Ibisevic ('58 )
0-3 Vedad Ibisevic ('62 )
0-4 Dedryck Boyata ('83 )
Rautt spjald:Jorge Mere, Koln ('41)
Athugasemdir
banner
banner