Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 30. apríl 2020 12:42
Elvar Geir Magnússon
Borgarstjóri Liverpool áhyggjufullur - Vill blása tímabilið af
Anderson vill að tímabilinu verði aflýst en Liverpool fái meistaratitilinn.
Anderson vill að tímabilinu verði aflýst en Liverpool fái meistaratitilinn.
Mynd: Getty Images
Joe Anderson, borgarstjóri í Liverpool, er hræddur við hópamyndanir í borginni þegar enska úrvalsdeildin fer aftur af stað.

Hann óttast að fólk muni safnast saman við Anfield þó leikið verði bak við luktar dyr og jafnvel þó leikið yrði á hlutlausum velli.

Liverpool er á barmi þess að tryggja sér sinn fyrsta Englandsmeistaratitil í 30 ár en liðið er með 25 stiga forystu þegar það á níu leiki eftir.

'Project Restart' áætlunin miðar við að deildin fari aftur af stað 8. júní og leikið verði bak við luktar dyr.

„Þó áhorfendum verði ekki hleypt inn þá munu þúsundir safnast saman fyrir utan Anfield. Líka þó leikið verði á öðrum leikvangi. Lögreglan hefur áhyggjur og ég líka, þetta er erfið staða," segir Anderson.

„Ég tel að það yrði mjög erfitt fyrir lögregluna að hafa hemil á fólki og fá það til að halda fjarlægð. Þetta gæti endað með ósköpum."

Anderson telur að réttast væri að hætta keppni og krýna Liverpool sem Englandsmeistara.

„Þetta snýst ekki bara um Liverpool. Þeir hafa klárlega unnið deildina og eiga skilið að fá meistarattitilinn. Það ætti að krýna þá meistara. En heilsa og öryggi fólks er það mikilvægasta," segir Anderson.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner