Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 30. apríl 2020 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kvennalið AFC Fylde lagt niður
Mynd: Getty Images
Tekin hefur verið sú ákvörðun að leggja niður kvennalið AFC Fylde, sem leikið hefur í C-deild kvenna á Englandi.

Fylde var í níunda sæti af 12 liðum deildarinnar þegar hún var stöðvuð í mars vegna kórónuveirufaraldursins. Síðasti leikur liðsins var útileikur gegn Nottingham Forest sem endaði með 1-0 sigri Forest. Í kjölfarið var ákveðið að hætta keppni í deildinni og deildunum fyrir neðan; ekkert lið komst upp og ekkert lið féll.

„Vegna ástandsins sem skapast hefur vegna kórónuveirunnar þá hefur formaðurinn þurft að taka þá erfiðu ákvörðun að leggja niður kvennaliðið í núverandi mynd," segir í tilkynningu frá Fylde.

Í frétt Guardian segir að Fylde sé fyrsta félgið sem leggur niður kvennalið sitt, að minnsta kosti á Englandi.

Þess má geta að karlalið Fylde er í fimmtu efstu deild á Englandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner