Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 30. júlí 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mediaset: Inter og Sanchez komust að samkomulagi
Mynd: Getty Images
Alexis Sanchez hefur verið að gera frábæra hluti með Inter eftir Covid-hlé og hefur Antonio Conte mikinn áhuga á að festa kaup á framherjanum.

Helsta vandamálið eru launakröfur Sanchez en ítalski miðillinn Mediaset heldur því fram að hann sé reiðubúinn að lækka launin sín umtalsvert til að spila undir stjórn Conte.

Mediaset segir að Sanchez sé búinn að samþykkja samning við Inter sem gildir til 2023. Þá er ítalska félagið að reyna að lækka verðmiðann á honum, en Man Utd vill fá 15 milljónir evra fyrir hann.

Rauðu djöflarnir eru að greiða Sanchez himinhá laun og verður stjórn félagsins eflaust sátt við að losna við hann af launaskrá.

Mediaset er stærsti fjölmiðill Ítalíu en hefur ekki verið með áreiðanlegustu fótboltafréttirnar í gegnum tíðina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner