Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 30. september 2019 21:36
Ívan Guðjón Baldursson
Solskjær: Alltaf sama lexían
Lærisveinar Solskjær eru með níu stig eftir sjö umferðir, þremur stigum eftir Arsenal.
Lærisveinar Solskjær eru með níu stig eftir sjö umferðir, þremur stigum eftir Arsenal.
Mynd: Getty Images
Manchester United leiddi 1-0 í hálfleik er liðið fékk Arsenal í heimsókn á Old Trafford fyrr í kvöld. Gestirnir náðu þó að jafna og urðu lokatölur 1-1.

Ole Gunnar Solskjær segir sína menn þurfa að læra lexíuna. Þeir geti ekki haldið áfram að komast yfir í fótboltaleikjum til þess eins að tapa forystunni niður.

„Þetta er alltaf sama lexían sem við eigum eftir að læra. Við erum að missa niður forystuna alltof oft, við verðum að læra að nýta færin okkar betur til að klára leikina og tryggja okkur stigin," sagði Solskjær.

„Jöfnunarmarkið var mjög vont en svona getur gerst þegar maður spilar sig út úr hápressu."

Pierre-Emerick Aubameyang gerði jöfnunarmarkið eftir mislukkaða sendingu frá Axel Tuanzebe sem leysti Luke Shaw af í vinstri bakverði.

„Hann er ótrúlegur markaskorari, hann er með sjö mörk í sjö leikjum. Þegar hann skoraði fannst mér hann vera rangstæður. Það var vel gert hjá honum að klára færið þrátt fyrir að flestir héldu að hann væri í rangstöðu."
Athugasemdir
banner
banner