Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 31. ágúst 2018 15:04
Magnús Már Einarsson
Sara Björk: Þjóðverjarnir eiga eftir að koma kolbrjálaðir
Klár í að spila 95 mínútur
Icelandair
Sara Björk Gunnarsdóttir á æfingu í vikunni.
Sara Björk Gunnarsdóttir á æfingu í vikunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég get spilað 95 mínútur plús," sagði Sara Björk Gunnarssondóttir landsliðsfyrirliði á fréttamannafundi í dag fyrir stórleikinn gegn Þýskalandi á morgun.

Sara er kominn á fulla ferð eftir að hafa meiðst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í maí. Ísland vann Þýskaland 3-2 í fyrra og getur með sigri á morgun tryggt sér sæti á HM í fyrsta skipti.

Þýskaland hefur verið eitt besta lið í heimi í áraraðir og ljóst er að þær þýsku koma grimmar til leiks á morgun eftir tapið í fyrra.

„Ég held að leikurinn verði klárlega erfiður. Við spiluðum frábærlega úti og hefðum verið ánægðar með eitt stig þar en við náðum í þrjú stig og áttum þau fylilega skilið."

„Þjóðverjarnir eiga eftir að koma kolbrjálaðir út á völl á morgun og ég býst við erfiðum leik og örugglega erfiðari leik en í Wiesbaden (í fyrra). Það mótíverar okkur bara. Við vitum að þær koma 100% í leikinn en við verðum 120%."


Ekki mikið sagt hjá Wolfsburg eftir fyrri leikinn
Sara spilar með Wolfsburg í Þýskalandi og segir að það yrði gaman að tryggja HM sætið á morgun og láta þýska liðsfélaga sína fara í umspil.

„Það kitlar svolítið. Það væri mjög skemmtilegt. Eftir fyrri leikinn var ekki mikið sagt. Það var mjög hljótt í búningsklefanum. Við skulum bíða með allar yfirlýsingar og tölum saman eftir leikinn á morgun," sagði Sara en hún hefur lítið rætt leikinn við liðsfélaga sína.

„Við höfum ekki rætt þetta voða mikið. Þær hafa spurt hvernig veðráttan hefur verið og meira á léttu nótunum. Við erum ekki að segja of mikið," sagði Sara sem er ánægð með spennustigið í liðinu fyrir leikinn á morgun.

„Við höfum verið mjög rólegar og spennustigið er gott. Það er mikil einbeiting í liðinu og það er jákvætt,"
Athugasemdir
banner
banner