Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 31. október 2020 22:04
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Barcelona mistókst að sigra gegn Alaves
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Alaves 1 - 1 Barcelona
1-0 Luis Rioja ('31)
1-1 Antoine Griezmann ('63)
Rautt spjald: Jota, Alaves ('62)

Barcelona hefur ekki farið sérlega vel af stað undir stjórn Ronald Koeman en mikil ólga hefur ríkt innan félagsins undanfarna mánuði. Það hefur nokkrum sinnum komið að suðupunkti og sagði stjórn félagsins af störfum á dögunum.

Í dag heimsótti stórveldið Alaves og komust heimamenn yfir eftir hálftíma þegar Luis Rioja skoraði eftir skelfileg mistök Pedro Neto, sem ver mark Börsunga í fjarveru Marc-Andre ter Stegen.

Barca átti slakan fyrri hálfleik og tókst lítið að ógna marki Alaves. Koeman hefur látið í sér heyra í leikhlé því hann tók þrjár skiptingar og allt annað að sjá til Barca í síðari hálfleik.

Börsungar voru vaðandi í færum og missti Alaves kantmanninn Jota, fyrrum leikmaður Birmingham og Aston Villa, af velli með rautt spjald á 62. mínútu. Einni og hálfri mínútu síðar tókst Antoine Griezmann að jafna. Frakkinn gerði frábærlega, hann var á tánum og þefaði uppi lausan bolta sem rann óvart innfyrir varnarlínu Alaves áður en hann lyfti knettinum skemmtilega framhjá markverðinum.

Gestirnir héldu áfram að sækja í sig veðrið en boltinn rataði ekki í netið þrátt fyrir 19 marktilraunir eftir leikhlé.

Barca er aðeins komið með tvö stig úr síðustu fjórum deildarleikjum sínum. Liðið er átta stigum eftir toppliði Real Madrid og með leik til góða.

Alaves og Barca eru jöfn á stigum í neðri hluta deildarinnar.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 33 26 6 1 71 22 +49 84
2 Barcelona 32 21 7 4 64 37 +27 70
3 Girona 32 21 5 6 67 40 +27 68
4 Atletico Madrid 32 19 4 9 59 38 +21 61
5 Athletic 32 16 10 6 52 30 +22 58
6 Real Sociedad 33 13 12 8 46 35 +11 51
7 Betis 32 12 12 8 40 38 +2 48
8 Valencia 32 13 8 11 35 34 +1 47
9 Villarreal 32 11 9 12 51 55 -4 42
10 Getafe 32 9 13 10 38 44 -6 40
11 Osasuna 32 11 6 15 37 46 -9 39
12 Sevilla 32 9 10 13 41 45 -4 37
13 Las Palmas 32 10 7 15 30 39 -9 37
14 Alaves 32 9 8 15 28 38 -10 35
15 Vallecano 32 7 13 12 27 39 -12 34
16 Mallorca 32 6 13 13 26 38 -12 31
17 Celta 32 7 10 15 37 47 -10 31
18 Cadiz 32 4 13 15 22 45 -23 25
19 Granada CF 32 3 9 20 33 61 -28 18
20 Almeria 32 1 11 20 31 64 -33 14
Athugasemdir
banner
banner
banner