Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 31. október 2020 11:55
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Vísir 
Valsmenn gagnrýndir fyrir fögnuð í gærkvöldi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Almannavarnir
Leikmenn og starfsmenn meistaraflokks karla hjá Val fögnuðu Íslandsmeistaratitli sínum í Fjósinu í gærkvöldi og virtu um leið reglur um samkomubann að vettugi.

Myndir birtust af fögnuðinum á samfélagsmiðlum og hefur þetta uppátæki Valsmanna verið harðlega gagnrýnt. Árni Pétur Jónsson, formaður Vals, segist ekki hafa vitað af hittingnum og er ósáttur með hegðunina.

„Ég er auðvitað miður mín og mér finnst þetta mjög leiðinlegt og alls ekki í anda félagsins. Þetta stóð stutt yfir en ég harma að þetta hafi gerst," sagði Árni Pétur við Vísi.

Knattspyrnusambandið kynnti á dögunum að Íslandsmótið hefði verið blásið af vegna Covid-19 og því ákváðu Valsarar að fagna, enda með átta stiga forystu á toppinum.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er meðal þeirra sem gagnrýna hegðun Valsmanna.

„Mér finnst leitt að heyra að menn séu ekki að vanda sig meira,“ sagði Þórólfur við Vísi.

„Þó menn séu að fagna þá held ég að menn þurfi að passa sig. Það er akkúrat í þeirri stöðu sem við höfum verið að fá hópsýkingar upp. Það er í vinahópum, veisluhópum, á vinnustöðum eða annað þar sem fólk telur sig vera öruggt og telur sig geta brotið þessar reglur. Mér finnst bara miður ef svo hefur verið."

Hér fyrir neðan má sjá myndband af fögnuðinum ásamt gagnrýni frá Þórdísi Hrönn Sigfúsdóttur, leikmanni KR, og Arnari Daða Arnarssyni, þjálfara Gróttu í handbolta.







Athugasemdir
banner
banner