Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 17. janúar 2019 15:40
Elvar Geir Magnússon
Eftirsóttur sextán ára Frakki velur Man Utd
Mynd: Amiens SC
Franski táningurinn Noam Emeran hefur staðfest þá ákvörðun sína að semja við Manchester United. Þessi sextán ára leikmaður er hjá Amiens í heimalandinu.

PSG og Juventus vildu einnig fá Emeran em hefur nú valið Old Trafford.

„Ég ræddi þetta við fjölskyldu mína. Ég tel að Manchester United hafi verið besti kosturinn af þeim sem stóðu mér til boða," segir Emeran.

„Nú er það bara í mínum höndum að ná markmiðum mínum og láta drauma mína rætast."

Þá segir Emeran, sem er vinstri vængmaður, að Anthony Martial, leikmaður Manchester United, sé fyrirmynd sín.

Annars er það að frétta af Manchester United að félagið ku vera byrjað að vinna í leikmannakaupum fyrir næsta sumar þó óvissa sé um hver verði stjóri liðsins. Félagið vill fá miðvörð, bakvörð og sóknarmann.
Athugasemdir
banner
banner
banner