Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
banner
   mið 24. apríl 2024 23:16
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sjáðu tæklingu Grétars - „Hagaði sér eins og lítill krakki"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það var mikill hiti þegar Valur vann FH í Mjólkurbikarnum í kvöld en Grétar Snær Gunnarsson var m.a. rekinn af velli með rautt spjald fyrir harða tæklingu á Adam Ægi Pálsson.


Lestu um leikinn: Valur 3 -  0 FH

Fyrr í leiknum fengu Aron Jóhannsson leikmaður Vals og Ísak Óli Ólafsson leikmaður FH gult spjald. Aron braut af sér og upp úr því hófust læti sem endaði með þessum tveimur spjöldum.

Aron var í viðtali hjá Rúv þar sem hann hraunaði yfir Grétar Snæ.

„Þetta var bara smá kítingur, hafa smá hita í þessu. Svo kemur Grétar Snær með tæklingu sem verðskuldar margra leikja bann, hann hefði getað brotið lappirnar á einhverjum. Það er munur á að vera með heimskuleg brot og smá æsing, hann greinilega espaðist svona mikið upp við þetta og hagaði sér eins og lítill krakki á vellinum," sagði Aron.

Heimir Guðjónsson þjálfari FH var hins vegar á öðru máli.

„Eins og þetta er búið að vera í ár er kom ekki á óvart að þetta hafi verið rautt spjald. Í fyrra held ég að þetta hefði verið gult spjald," sagði Heimir í samtali við Fótbolta.net.


Athugasemdir
banner
banner
banner