Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 22. janúar 2019 17:27
Elvar Geir Magnússon
Lagst á bæn í Cardiff og Nantes - Leit hefst aftur í fyrramálið
Æfing felld niður hjá Cardiff
Leitin hefur engu skilað enn.
Leitin hefur engu skilað enn.
Mynd: Samsett
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Emiliano Sala var um borð í flugvél sem talin er hafa hrapað í Ermarsund í gærkvöld. Cardiff City felldi niður æfingu sína í dag en það átti að vera fyrsta æfing Sala með félaginu.

Það hefur staðið yfir leit að vélinni í dag en sú leit hefur engu skilað, leitað hefur verið á sjó og úr lofti. Sólin er nú sest og er áætlað að leit hefjist aftur við sólarupprás í fyrramálið.

„Allir hjá Nantes leggjast á bæn og vonast til þess að Sala og hinn sem var um borð í vélinni finnist heilir á húfi," segir í yfirlýsingu Nantes.

Vahid Halilhodzic, þjálfari Nantes, segir að búist sé við því versta. John Fitzgerald sem stýrir leitinni segir að hann búist ekki við því að neinn hafi lifað af.

„Allir hjá Cardiff vilja þakka stuðningsmönnum og fótboltafjölskyldunni fyrir stuðning á erfiðum tímum. Við höldum áfram að biðja fyrir jákvæðum fréttum," segir í yfirlýsingu frá Cardiff.


Sjá einnig:
Viðamikil leit að flugvélinni - Búist við að báðir séu látnir
Emiliano Sala - Fæddist í Argentínu en orðsporið varð til í Frakklandi
Stuðningsmenn Nantes safnast saman með gula túlípana
Spurningamerki sett við flugvélina
Dýrasti leikmaður Cardiff í flugvél sem er týnd
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner