Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 18. febrúar 2019 22:26
Brynjar Ingi Erluson
Solskjær: Við verðum að fara erfiðu leiðina
Ole Gunnar Solskjær
Ole Gunnar Solskjær
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United á Englandi, var virkilega sáttur með frammistöðu liðsins í 2-0 sigrinum á Chelsea í enska bikarnum.

Paul Pogba stal sviðsljósinu á Stamford Bridge en hann lagði upp fyrra markið og skoraði svo seinna markið undir lok fyrri hálfleiks.

United er komið í 8-liða úrslit og hefur spilað frábæran fótbolta undir stjórn Solskjær. Liðið tapaði gegn Paris Saint-Germain á dögunum í Meistaradeild Evrópu en liðið svaraði þó fyrir það í kvöld.

„Aftur spilum við á útivelli eftir að hafa spilað gegn bæði Arsenal og Chelsea en svona er þetta. Við verðum að fara erfiðu leiðina. Wolves er sterkt lið og erfitt að spila gegn þeim," sagði Solskjær.

„Frammistaðan í kvöld var frábær og leikplanið gekk upp en ég bað miðjumennina um að pressa hærra á völlinn og koma sér inn í teig og það virkaði. Varnarleikurinn í síðari hálfleik var svo óaðfinnanlegur."

„Þetta eru mögnuð úrslit og við fengum okkar skerf af gagnrýni eftir leikinn gegn PSG. Allir leikmenn náðu að fylgja því sem var lagt fyrir þá í kvöld,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner