Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fös 29. mars 2019 12:00
Arnar Daði Arnarsson
Böddi löpp spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Böðvar Böðvarsson leikmaður Jagiellonia Bia?ystok.
Böðvar Böðvarsson leikmaður Jagiellonia Bia?ystok.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Ná Sarri og Pep í þrjá punkta um helgina?
Ná Sarri og Pep í þrjá punkta um helgina?
Mynd: Getty Images
Liverpool mætir Tottenham.
Liverpool mætir Tottenham.
Mynd: Getty Images
Henry Birgir Gunnarsson íþróttafréttamaður á Vísi var með fjóra leiki rétta þegar hann spáði í leiki helgarinnar á Englandi fyrir tveimur vikum.

Nú er komið að vinstri bakvörði Jagiellonia Bialystok í Póllandi, Böðvari Böðvarssyni að spá fyrir um leiki helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.

Fulham 1 - 3 Manchester City (12:30 á morgun)
City tekur þennan 3-1 easy ekkert meira að segja um það.

Brighton 2 - 2 Southampton (15:00 á morgun)
Þetta fer 2-2 eftir frábæra endurkomu Brighton.

Burnley 3 - 2 Wolves (15:00 á morgun)
Jói Berg skorar eitt og leggur upp 2 í 3-2 sigri Burnley í fallbaráttunni.

Crystal Palace 2 - 1 Huddersfield (15:00 á morgun)
Heyrðu er þetta einhver leiðinlegasta umferð í sögunni, ekki einn spennandi leikur hingað til.

Leicester City 2 - 0 Bournemouth (15:00 á morgun)
Já frábært verð límdur við þennan.

Manchester United 4 - 0 Watford (15:00 á morgun)
Ole's at the wheel.

West Ham 1 - 3 Everton (17:30 á morgun)
Mitt lið í Bítlaborginni tekur þennan nokkuð þægilega og Jordan Pickford fer í sitt vikulega rave.

Cardiff City 0 - 2 Chelsea (13:05 á sunnudaginn)
Sarri er minn maður og siglir hann 3 punktum til flotta og fína fólksins í London með 2-0 sigri. Hazars og Willian með mörkin.

Liverpool 2 - 2 Tottenham (15:30 á sunnudaginn)
Myndi gera mig mjög glaðan að sjá Liverpool floppa þessum titli, en þannig er ég bara, þrífst á vanlíðan annara. 2-2 jafntefli verður niðurstaðan.

Arsenal 0 - 0 Newcastle (19:00 á mánudaginn)
Mike Ashley er ekki að fara láta Newcastle falla. Minn maður vill fá sem besta verðið fyrir klúbbinn og þá verða þeir að halda sér uppi.

Fyrri spámenn:
Auðunn Blöndal (8 réttir)
Steindi Jr. (8 réttir)
Sara Björk Gunnarsdóttir (7 réttir)
Baldur Sigurðsson (7 réttir)
Benedikt Bóas (6 réttir)
Gaupi (6 réttir)
Kjartan Atli Kjartansson (6 réttir)
Rikki G (6 réttir)
Rúnar Alex Rúnarsson (6 réttir)
Sóli Hólm (6 réttir)
Martin Hermannsson (5 réttir)
Guðjón Baldvinsson (5 réttir)
Jóhann Gunnar Einarsson (5 réttir)
Jón Dagur Þorsteinsson (5 réttir)
Hjörvar Hafliðason (5 réttir)
Katrín Jakobsdóttir (5 réttir)
Logi Ólafsson (5 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (5 réttir)
Henry Birgir Gunnarsson (4 réttir)
Kristján Óli Sigurðsson (4 réttir)
Arnór Sigurðsson (4 réttir)
Arnór Þór Gunnarsson (4 réttir)
Friðrik Dór Jónsson (4 réttir)
Jón Þór Hauksson (4 réttir)
Sam Hewson (4 réttir)
Siggi Hall (4 réttir)
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (3 réttir)
Atli Fannar Bjarkason (2 réttir)
Kristjana Arnarsdóttir (2 réttir)
Teitur Örlygsson (2 réttir)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 36 26 5 5 88 28 +60 83
2 Man City 35 25 7 3 87 33 +54 82
3 Liverpool 36 23 9 4 81 38 +43 78
4 Aston Villa 36 20 7 9 73 53 +20 67
5 Tottenham 35 18 6 11 69 58 +11 60
6 Newcastle 35 17 5 13 78 56 +22 56
7 Chelsea 35 15 9 11 70 59 +11 54
8 Man Utd 35 16 6 13 52 55 -3 54
9 West Ham 36 13 10 13 56 70 -14 49
10 Bournemouth 36 13 9 14 52 63 -11 48
11 Brighton 35 12 11 12 53 57 -4 47
12 Wolves 36 13 7 16 49 60 -11 46
13 Fulham 36 12 8 16 51 55 -4 44
14 Crystal Palace 36 11 10 15 49 57 -8 43
15 Everton 36 12 9 15 38 49 -11 37
16 Brentford 36 9 9 18 52 60 -8 36
17 Nott. Forest 36 8 9 19 45 63 -18 29
18 Luton 36 6 8 22 49 78 -29 26
19 Burnley 36 5 9 22 39 74 -35 24
20 Sheffield Utd 36 3 7 26 35 100 -65 16
Athugasemdir
banner
banner