Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 08. mars 2019 12:00
Arnar Daði Arnarsson
Kristján Óli spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Kristján Óli í leik með Hvöt frá Blönduósi.
Kristján Óli í leik með Hvöt frá Blönduósi.
Mynd: Fótbolti.net - Hörður Snævar Jónsson
Crystal Palace tekur á móti Brighton í fyrsta leik helgarinnar.
Crystal Palace tekur á móti Brighton í fyrsta leik helgarinnar.
Mynd: Getty Images
Rondon og félagar taka á móti Gylfa Þór og félögum.
Rondon og félagar taka á móti Gylfa Þór og félögum.
Mynd: Getty Images
Arsenal fær Manchester United í heimsókn á sunnudaginn.
Arsenal fær Manchester United í heimsókn á sunnudaginn.
Mynd: Getty Images
Körfuknattleiksmaðurinn Martin Hermannsson var með fimm leiki rétta um síðustu helgi þegar hann spáði í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Nú er komið að Kristjáni Óla Sigurðssyni fyrrum knattspyrnumanni og spekúlant í hlaðvarpinu Dr. Football með Hjörvari Hafliðasyni að spá fyrir um leiki helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.



Crystal Palace 2 - 1 Brighton (12:30 á morgun)
Zaha og félagar geta unnið öll lið og þeir vinna Brigton þar sem Zaha og Van Anholt skora fyrir heimamenn en Glenn Murray klórar í bakkann fyrir gestina.

Cardiff City 1 - 1 West Ham (15:00 á morgun)
Vona að Aron Einar og félagar vinni Hamrana en því miður fyrir þá verður jafntefli niðurstaðan.

Huddersfield 0 - 2 Bournemouth (15:00 á morgun)
Sennilega gæti mér ekki verið meira sama um neitt í lífinu en þennan leik. Bournemouth er með betra lið en Huddersfield og vinnur þægilegan sigur.

Leicester City 3 - 1 Fulham (15:00 á morgun)
Brendan Rodgers byrjaði á tapi en rífur sig og sína menn upp af rassgatinu og klára Fulham þrátt fyrir að Fulham hafi sýnt batamerki gegn Chelsea í síðustu umferð.

Jamie Vardy setur 2 og Maddison 1.

Newcastle 1 - 2 Everton (15:00 á morgun)
Frammistaðan verður flott hjá Norðanmönnum en Gylfi Sig er að hita sig upp fyrir landsleikjahléið og skorar eitt og leggur upp annað.

Southampton 1 - 3 Tottenham (15:00 á morgun)
Dýrlingarnir spiluðu vel á Old Trafford og áttu skilið stig þar en það eru víst mörkin sem telja og Tottenham rífur sig í gang eftir 1 stig úr síðustu 2 leikjum og vinnur í markaleik.

Hurricane skorar 2 og Eriksen 1 fyrir Tottenham.

Manchester City 3 - 0 Watford (17:30 á morgun)
City hefur gengið illa að ganga frá leikjum uppá síðkastið en vinna þægilegan sigur á Watford. Þeir eru komnir á toppinn og eru ekkert að fara þaðan því miður. Kun með tvær kúlur og Sterling 1.

Liverpool 2 - 1 Burnley (12:00 á sunnudag)
Klopp gæti mögulega verið með hugann við Bayern leikinn á miðvikudaginn og gerir eflaust einhverjar breytingar eftir markaþurrð í síðustu tveimur leikjum. Þeir vinna þó á endanum og markið hans Jóa Berg dugar skammt.

Chelsea 2 - 1 Wolves (14:05 á sunnudag)
Hörkuleikur þar sem Úlfarnir komast yfir úr aukaspyrnu frá Neves en Bláliðar koma til baka og vinna. Bollan hann Gonzalo setur eitt og Willian skorar sigurmarkið á síðustu 10 mínútum leiksins.

Arsenal 1 - 2 Manchester United (16:30 á sunnudag)
Stórleikur umferðarinnar og ansi mikilvægur í baráttunni um Meistaradeildarsæti á næstu leiktíð.

Bæði lið að koma úr Evrópuverkefnum í Frakklandi og ég hugsa og vona svo innilega að nafni minn Gunnar halda áfram 100% árangri á útivelli og United vinnur með mörkum frá Lukaku og og Pogba. Mkhitaryan skorar gegn sínum gömlu félögum (já ég googlaði hvernig þetta er stafað).

Fyrri spámenn:
Auðunn Blöndal (8 réttir)
Steindi Jr. (8 réttir)
Sara Björk Gunnarsdóttir (7 réttir)
Baldur Sigurðsson (7 réttir)
Benedikt Bóas (6 réttir)
Gaupi (6 réttir)
Kjartan Atli Kjartansson (6 réttir)
Rikki G (6 réttir)
Rúnar Alex Rúnarsson (6 réttir)
Sóli Hólm (6 réttir)
Martin Hermannsson (5 réttir)
Guðjón Baldvinsson (5 réttir)
Jóhann Gunnar Einarsson (5 réttir)
Jón Dagur Þorsteinsson (5 réttir)
Hjörvar Hafliðason (5 réttir)
Katrín Jakobsdóttir (5 réttir)
Logi Ólafsson (5 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (5 réttir)
Arnór Sigurðsson (4 réttir)
Arnór Þór Gunnarsson (4 réttir)
Friðrik Dór Jónsson (4 réttir)
Jón Þór Hauksson (4 réttir)
Sam Hewson (4 réttir)
Siggi Hall (4 réttir)
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (3 réttir)
Atli Fannar Bjarkason (2 réttir)
Kristjana Arnarsdóttir (2 réttir)
Teitur Örlygsson (2 réttir)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner