Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 01. mars 2019 12:00
Arnar Daði Arnarsson
Martin Hermanns spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Martin Hermannsson spáir í leiki helgarinnar í ensku deildinni.
Martin Hermannsson spáir í leiki helgarinnar í ensku deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jói Berg gerir útslagið um helgina.
Jói Berg gerir útslagið um helgina.
Mynd: Getty Images
Gylfi og félagar mæta Liverpool í lokaleik umferðarinnar.
Gylfi og félagar mæta Liverpool í lokaleik umferðarinnar.
Mynd: Getty Images
Leicester heimsækja Watford um helgina.
Leicester heimsækja Watford um helgina.
Mynd: Getty Images
Sara Björk Gunnarsdóttir var með sjö rétta þegar hún spáði í leikina í ensku úrvalsdeildinni í vikunni.

Heil umferð fer fram í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Sjö leikir fara fram á laugardaginn og lýkur umferðin á borgarslag í Liverpool þegar Liverpool og Everton mætast í síðasta leik sunnudagsins.

Landsliðsmaðurinn í körfuknattleik og leikmaður Alba Berlin í Þýskalandi spáir í næstu umferð deildarinnar.



Tottenham 3 - 2 Arsenal (12:30 á morgun)
Alvöru Derby slagur. Liðin á nánast sama stað í deildinni og þetta getur dottið báðum megin. Held samt að hérna muni heimavöllurinn gera útslagið og Tottenham skorar sigurmarkið í uppbótartíma. Þetta yrði samt risasigur fyrir Arsenal ef að þeir vinna þetta.

Bournemouth 0 - 3 Manchester City (15:00 á morgun)
Eins mikið og ég vona að Bournemouth steli þessum sigri þá á þetta bara eftir að verða þæginlegur sigur hjá Man City.

Brighton 2 - 0 Huddersfield (15:00 á morgun)
Stórleikur umferðarinnar… ekki séns að maður missi af þessum leik...

Burnley 1 - 0 Crystal Palace (15:00 á morgun)
Þetta verður hörkuleikur. Liðin jöfn af stigum og geta komið sér upp í 13. sætið ef að Newcastle tapar. Jói Berg mun gera útslagið.

Manchester United 3 - 0 Southampton (15:00 á morgun)
Þetta verður Walk in the park fyrir Manchester menn. Þeir mega samt alls ekki við því að misstíga sig í þessum leik.

Wolves 2 - 0 Cardiff City (15:00 á morgun)
Þetta verður þæginlegur 2-0 sigur hjá Úlfunum.

West Ham 0 - 0 Newcastle (17:30 á morgun)
Held að þetta verði steindautt 0-0 jafntefli. Bæði lið hvorki í topp- né fallbaráttu þannig að þessi leikur skiptir engu máli.

Watford 0 - 1 Leicester (12:00 á sunnudaginn)
Leicester koma ferskir inn í leikinn á móti Wotford með Brendan Rodgers í brúnni. Ná að kreista út 0-1 sigur á útivelli.

Fulham 0 - 4 Chelsea (14:05 á sunnudaginn)
Fulham er ekki að fara að gera neitt restina af þessu tímabili. Eru svo gott sem fallnir og alltof neikvæð orka í kringum þá. Chelsea mun fá áhorfendur í Fulham til þess að “púa” á sína eigin leikmenn. Fulham á jafnvel eftir að skora sjálfsmark.

Everton 1 - 3 Liverpool (16:15 á sunnudaginn)
Mínir menn í Liverpool verða bara að vinna þennan leik. Vona að síðasti leikur á móti Watford hafi gefið þeim öllum sjálfstraust. Ég er samt hræddur um að Gylfi sé orðinn alltof heitur eftir síðasta leik. Held samt að sóknin hjá Liverpool klári þennan.

Fyrri spámenn:
Auðunn Blöndal (8 réttir)
Steindi Jr. (8 réttir)
Sara Björk Gunnarsdóttir (7 réttir)
Baldur Sigurðsson (7 réttir)
Benedikt Bóas (6 réttir)
Gaupi (6 réttir)
Kjartan Atli Kjartansson (6 réttir)
Rikki G (6 réttir)
Rúnar Alex Rúnarsson (6 réttir)
Sóli Hólm (6 réttir)
Guðjón Baldvinsson (5 réttir)
Jóhann Gunnar Einarsson (5 réttir)
Jón Dagur Þorsteinsson (5 réttir)
Hjörvar Hafliðason (5 réttir)
Katrín Jakobsdóttir (5 réttir)
Logi Ólafsson (5 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (5 réttir)
Arnór Sigurðsson (4 réttir)
Arnór Þór Gunnarsson (4 réttir)
Friðrik Dór Jónsson (4 réttir)
Jón Þór Hauksson (4 réttir)
Sam Hewson (4 réttir)
Siggi Hall (4 réttir)
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (3 réttir)
Atli Fannar Bjarkason (2 réttir)
Kristjana Arnarsdóttir (2 réttir)
Teitur Örlygsson (2 réttir)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner