Salah aftur til Roma - Bruno Fernandes á förum? - Sterling til West Ham - Goretzka í enskt stórlið?
   mið 26. desember 2018 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnór Sigurðsson spáir í leiki vikunnar á Englandi
Kristjana Arnarsdóttir fékk aðeins tvo rétta þegar hún spáði í leiki helgarinnar í enska boltanum. Það er leikið þétt í ensku úrvalsdeildinni yfir hátíðarnar en í dag, á öðrum degi jóla, hefst 19. umferð deildarinnar með níu leikjum.

Arnór Sigurðsson, sem hefur risið hratt upp á stjörnuhimininn, spáir í leiki vikunnar í enska boltanum. Arnór spilar með CSKA Moskvu í Rússlandi og er að gera góða hluti þar, en hann er aðeins 19 ára gamall.



Fulham 0 - 1 Wolves (12:30 í dag)
Verður óspennandi leikur. Úlfarnir stela þessu í lokin.

Burnley 0 - 2 Everton (15:00 í dag)
Everton-menn rífa sig upp eftir skell gegn Spurs og þeir sigla þessu, solid 2-0. Jafnvel að Gylfi skori bæði.

Crystal Palace 1 - 2 Cardiff (15:00 í dag)
Aldrei spurning að cardiff mun taka öll þrjú stigin þarna.

Leicester 0 - 4 Manchester City (15:00 í dag)
City er með besta liðið að mínu mati, verða í jólastuði og slátra þessum leik.

Liverpool 3 - 1 Newcastle (15:00 í dag)
Það er geggjað að horfa á Klopp og hans menn. Salah er kominn í gang og setur þrennu.

Manchester United 0 - 1 Huddersfield (15:00 í dag)
Búið að ofpeppa Man Utd eftir einn góðan leik. Þeim verður skellt niður á jörðina aftur.

Tottenham 2 - 0 Bournemouth (15:00 í dag)
Sigling bara, Eriksen verður með einhverja veislu.

Brighton 0 - 3 arsenal (17:15 í dag)
Özil er kominn í gang aftur og það þýðir að við Arsenal-menn munum fá frábæra jólagjöf.

Watford 0 - 1 Chelsea (19:30 í dag)
Chelsea stígur upp eftir óvænt tap í siðustu umferð. Hazard fixar fyrir þá þrjá punkta.

Southampton 0 - 0 West ham (19:45 á morgun)
Steindauður leikur frá A-Ö.

Fyrri spámenn:
Auðunn Blöndal (8 réttir)
Steindi Jr. (8 réttir)
Baldur Sigurðsson (7 réttir)
Gaupi (6 réttir)
Kjartan Atli Kjartansson (6 réttir)
Rikki G (6 réttir)
Rúnar Alex Rúnarsson (6 réttir)
Sóli Hólm (6 réttir)
Jón Dagur Þorsteinsson (5 réttir)
Logi Ólafsson (5 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (5 réttir)
Jón Þór Hauksson (4 réttir)
Sam Hewson (4 réttir)
Siggi Hall (4 réttir)
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (3 réttir)
Atli Fannar Bjarkason (2 réttir)
Kristjana Arnarsdóttir (2 réttir)
Teitur Örlygsson (2 réttir)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 19 14 3 2 37 12 +25 45
2 Man City 19 13 2 4 43 17 +26 41
3 Aston Villa 19 12 3 4 30 23 +7 39
4 Liverpool 19 10 3 6 30 26 +4 33
5 Chelsea 19 8 6 5 32 21 +11 30
6 Man Utd 19 8 6 5 33 29 +4 30
7 Sunderland 19 7 8 4 20 18 +2 29
8 Everton 19 8 4 7 20 20 0 28
9 Brentford 19 8 3 8 28 26 +2 27
10 Crystal Palace 19 7 6 6 22 21 +1 27
11 Fulham 19 8 3 8 26 27 -1 27
12 Tottenham 19 7 5 7 27 23 +4 26
13 Newcastle 19 7 5 7 26 24 +2 26
14 Brighton 19 6 7 6 28 27 +1 25
15 Bournemouth 19 5 8 6 29 35 -6 23
16 Leeds 19 5 6 8 25 32 -7 21
17 Nott. Forest 19 5 3 11 18 30 -12 18
18 West Ham 19 3 5 11 21 38 -17 14
19 Burnley 19 3 3 13 20 37 -17 12
20 Wolves 19 0 3 16 11 40 -29 3
Athugasemdir
banner
banner