Liverpool blandar sér í baráttuna um Baleba - Tonali til Chelsea? - Real Madrid á eftir Rodri - Chelsea undirbýr risatilboð í Rogers
   þri 04. desember 2018 13:00
Magnús Már Einarsson
Siggi Hall spáir í leiki vikunnar í ensku úrvalsdeildinni
Siggi Hall (annar frá vinstri) í góðum félagsskap í Ísskápastríði.  Þriðja serían er í gangi á Stöð 2 þessa dagana.
Siggi Hall (annar frá vinstri) í góðum félagsskap í Ísskápastríði. Þriðja serían er í gangi á Stöð 2 þessa dagana.
Mynd: Instagram
Teitur Örlygsson var með tvo rétta þegar hann spáði í leikina í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.

Heil umferð fer fram í úrvalsdeildinni í dag og á morgun og meistarakokkurinn Siggi Hall matreiddi spá fyrir þá leiki. Siggi er dómari í „Ísskápastríði" á Stöð 2 en þriðja serían er í gangi þar þessa dagana.

„Þetta er allt gert með fyrirvara. Þetta er gamaldags hugsun gagnvart liðunum því ég veit ekkert hvernig þau eru í dag," sagði Siggi léttur áður en hann spáði í spilin.


West Ham 0 - 2 Cardiff (19:45 í kvöld)
Aron Einar skorar annað markið.

Bournemouth 1 - 1 Huddersfield (19:45 í kvöld)
Þetta verður bragðdauft.

Brighton 2 - 2 Crystal Palace (19:45 í kvöld)
Þetta verður hörkuleikur þó að enginn hafi áhuga á að horfa á þetta.

Watford 0 - 4 Manchester City (20:00 kvöld)
Manchester City vinnur þetta 4-0. Mér sýnist að þeir verði meistarar þó að Liverpool geti orðið það líka.

Burnley 1 - 2 Liverpool (19:45 á morgun)
Ég held með Jóhanni Berg og vona því að þeir tapi ekki. Ég held hins vegar að Liverpool vinni þetta.

Everton 3 - 0 Newcastle (19:45 á morgun)
Everton bakar þennan leik. Gylfi verður besti maðurinn á vellinum.

Fulham 0 - 0 Leicester (19:45 á morgun)
Mér finnst þessi lið svo leiðinleg að mér verður óglatt við að hugsa um það. Þetta verður hundleiðinlegur leikur sem enginn nennir að horfa á.

Wolves 1 - 3 Chelsea (19:45 á morgun)
Chelsea er með seigt lið. Það eru margir mjög góðir leikmenn þar.

Manchester United 3 - 1 Arsenal (20:00 á morgun)
Það verða allir rosalega hissa á því að United vinnur þennan leik. Mourinho verður ekki rekinn í þetta skipti en síðan verður hann rekinn síðar.

Totteham 2 - 1 Southampton (20:00 á morgun)
Tottenham er með betra lið.

Fyrri spámenn:
Auðunn Blöndal (8 réttir)
Baldur Sigurðsson (7 réttir)
Kjartan Atli Kjartansson (6 réttir)
Rikki G (6 réttir)
Rúnar Alex Rúnarsson (6 réttir)
Sóli Hólm (6 réttir)
Jón Dagur Þorsteinsson (5 réttir)
Logi Ólafsson (5 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (5 réttir)
Jón Þór Hauksson (4 réttir)
Sam Hewson (4 réttir)
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (3 réttir)
Atli Fannar Bjarkason (2 réttir)
Teitur Örlygsson (2 réttir)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 20 15 3 2 40 14 +26 48
2 Man City 20 13 3 4 44 18 +26 42
3 Aston Villa 20 13 3 4 33 24 +9 42
4 Liverpool 20 10 4 6 32 28 +4 34
5 Chelsea 20 8 7 5 33 22 +11 31
6 Man Utd 20 8 7 5 34 30 +4 31
7 Brentford 20 9 3 8 32 28 +4 30
8 Sunderland 20 7 9 4 21 19 +2 30
9 Newcastle 20 8 5 7 28 24 +4 29
10 Brighton 20 7 7 6 30 27 +3 28
11 Fulham 20 8 4 8 28 29 -1 28
12 Everton 20 8 4 8 22 24 -2 28
13 Tottenham 20 7 6 7 28 24 +4 27
14 Crystal Palace 20 7 6 7 22 23 -1 27
15 Bournemouth 20 5 8 7 31 38 -7 23
16 Leeds 20 5 7 8 26 33 -7 22
17 Nott. Forest 20 5 3 12 19 33 -14 18
18 West Ham 20 3 5 12 21 41 -20 14
19 Burnley 20 3 3 14 20 39 -19 12
20 Wolves 20 1 3 16 14 40 -26 6
Athugasemdir
banner
banner
banner