Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 21. desember 2018 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kristjana spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Kristjana tekur hér viðtal við Heimi Hallgrímsson.
Kristjana tekur hér viðtal við Heimi Hallgrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lovren sagði á dögunum að Liverpool gæti farið taplaust í gegnum tímabilið.
Lovren sagði á dögunum að Liverpool gæti farið taplaust í gegnum tímabilið.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær stýrir Manchester United í fyrsta sinn á morgun.
Ole Gunnar Solskjær stýrir Manchester United í fyrsta sinn á morgun.
Mynd: Getty Images
Skemmtikrafturinn Steindi Jr. var með átta rétta þegar hann spáði í leiki helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi. Steindi er með flesta rétta í vetur ásamt vini sínum og Auðuni Blöndal.

Kristjana Arnarsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV og spyrill í Gettu Betur, tók það að sér að spá í leiki helgarinnar.



Wolves 1 - 0 Liverpool (20:00 í kvöld)
Dejan Lovren er búinn að jinxa þetta. Úlfarnir eru búnir að vera á vælandi siglingu og þeir vinna stórkostlegan sigur og jólin eru ónýt hjá Poolurum.

Arsenal 1 - 1 Burnley (12:30 á morgun)
Jói Berg kemur Burnley yfir með geggjuðu marki en Aubameyang jafnar í seinni hálfleik.

Bournemouth 2 - 0 Brighton (15:00 á morgun)
Ég er búin að vera ánægð með Bournemouth í vetur. Joshua King og Callum Wilson klára þetta.

Chelsea 3 - 0 Leicester (15:00 á morgun)
Eden Hazard er svo mikill jólakall að hann verður í banastuði gegn Leicester. Skorar tvö og leggur upp eitt fyrir Olivier Giroud sem kemur af bekknum og innsiglar sigurinn.

Huddersfield 0 - 0 Southampton (15:00 á morgun)
Zzzzzz….

Manchester City 4 - 0 Crystal Palace (15:00 á morgun)
Þetta verður óskaplega þægilegt fyrir Pep og hans menn.

Newcastle 2 - 1 Fulham (15:00 á morgun)
Fulham kemst mjög óvænt yfir í leiknum, þeir vita svo ekkert hvernig þeir eiga að haga sér svona 1-0 yfir og missa þetta svo að sjálfsögðu niður. Newcastle klárar þennan 2-1.

West Ham 2 - 2 Watford (15:00 á morgun)
Hérna höfum við tvö lið sem eru svo samstíga í þessari deild að það verður að veðja á jafntefli í þessum leik. Þetta verður samt fjörugur leikur, spjöld og allskonar bras á mönnum.

Cardiff 0 - 3 Manchester United (17:30 á morgun)
Það er auðvitað bara skrifað í skýin að Ole Gunnar Solskjær nælir í þrjú stig á sínum gamla heimavelli og gerir það með stæl. Hann er búinn að tala um ’99 við strákana í klefanum og þeir mæta með blússandi sjálfstraust í næsta leik.

Everton 2 - 1 Tottenham (16:00 á sunnudag)
Everton skrúfar niður hrokann hjá Tottenham-mönnum eftir sigurinn gegn Arsenal í deildabikarnum. Gylfi leggur upp annað markið í leiknum en hann nær ekki að skora úr dauðafærinu sem hann fær í seinni hálfleik.

Fyrri spámenn:
Auðunn Blöndal (8 réttir)
Steindi Jr. (8 réttir)
Baldur Sigurðsson (7 réttir)
Gaupi (6 réttir)
Kjartan Atli Kjartansson (6 réttir)
Rikki G (6 réttir)
Rúnar Alex Rúnarsson (6 réttir)
Sóli Hólm (6 réttir)
Jón Dagur Þorsteinsson (5 réttir)
Logi Ólafsson (5 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (5 réttir)
Jón Þór Hauksson (4 réttir)
Sam Hewson (4 réttir)
Siggi Hall (4 réttir)
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (3 réttir)
Atli Fannar Bjarkason (2 réttir)
Teitur Örlygsson (2 réttir)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner