Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
   fös 21. september 2018 12:00
Magnús Már Einarsson
Baldur Sig spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Baldur varð bikarmeistari í fimmta skipti um síðustu helgi.
Baldur varð bikarmeistari í fimmta skipti um síðustu helgi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Logi Ólafsson, þjálfari Víkings R, var með fimm rétta þegar hann spáði í leikina í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.

Baldur Sigurðsson, fyrirliði Stjörnunnar, spáir í leikina að þessu sinni en hann varð bikarmeistari í fimmta skipti á ferlinum um síðustu helgi.



Fulham 1-1 Watford (11:30 á morgun)
Hef ekki séð þessi lið spila á þessu tímabili en Fulham ná í stig á heimavelli.

Burnley 2 - 2 Bournemouth (14:00 á morgun)
Burnley á botninum frá sér bíta
Berjast til síðasta flauts
Nú reimarnar fast skal hnýta
Ei spilað verður til skrauts

Cardiff 0 - 2 Manchester City (14:00 á morgun)
Besti þjálfari heims tapar ekki fyrir Lyon og Cardiff í sömu vikunni.

Crystal Palace 2 - 1 Newcastle (14:00 á morgun)
Það er bara þannig.

Leicester 3 - 0 Huddersfield (14:00 á morgun)
Leicester vélin byrjar að malla. Vardy með þrennu og Huddersfield verða með 1 skot á markið.

Liverpool 4 - 0 Southampton (14:00 á morgun)
Verðandi Englandsmeistarar eru óstöðvandi þessa dagana. Hugsa að þeir klári mótið með fullt hús stiga.

Manchester United 1 - 0 Wolves (14:00 á morgun)
Flugeldasýning á Trafford eins og vanalega.

Brighton 0 - 2 Tottenham (16:30 á morgun)
Tottenham taka öruggan sigur hér þar sem Son skellir í tvennu.

West Ham 1 - 1 Chelsea (12:30 á sunnudag)
Nú reynir á Sarri og hans menn. Missa sín fyrstu stig.

Arsenal 3 - 2 Everton (15:00 á sunnudag)
Tippa á skemmtilegasta leik helgarinnar. Opinn í alla enda, mikið stuð, mikið fjör.

Fyrri spámenn:
Kjartan Atli Kjartansson (6 réttir)
Rikki G (6 réttir)
Rúnar Alex Rúnarsson (6 réttir)
Logi Ólafsson (5 réttir)
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (3 réttir)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 17 12 3 2 31 10 +21 39
2 Man City 17 12 1 4 41 16 +25 37
3 Aston Villa 16 10 3 3 25 17 +8 33
4 Chelsea 17 8 5 4 29 17 +12 29
5 Liverpool 17 9 2 6 28 25 +3 29
6 Sunderland 17 7 6 4 19 17 +2 27
7 Man Utd 16 7 5 4 30 26 +4 26
8 Crystal Palace 17 7 5 5 21 19 +2 26
9 Brighton 17 6 6 5 25 23 +2 24
10 Everton 17 7 3 7 18 20 -2 24
11 Newcastle 17 6 5 6 23 22 +1 23
12 Brentford 17 7 2 8 24 25 -1 23
13 Tottenham 17 6 4 7 26 23 +3 22
14 Bournemouth 17 5 7 5 26 29 -3 22
15 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
16 Leeds 17 5 4 8 24 31 -7 19
17 Nott. Forest 16 5 3 8 17 25 -8 18
18 West Ham 17 3 4 10 19 35 -16 13
19 Burnley 17 3 2 12 19 34 -15 11
20 Wolves 17 0 2 15 9 37 -28 2
Athugasemdir
banner
banner