Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   fös 28. september 2018 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sam Hewson spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Sam Hewson er spámaður umferðarinnar.
Sam Hewson er spámaður umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Baldur Sigurðsson, miðjumaður Stjörnunnar, fékk sjö rétta þegar hann spáði í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Hann skellti sér þannig á toppinn á spámannskeppninni.

Sam Hewson, miðjumaður Grindavíkur sem uppalinn er í akademíu Manchester United, spáir í leikina sem eru um helgina. Hann spáir sínum gömlu félögum sigri á morgun þrátt fyrir vandræðin sem hafa verið í kringum félagið.



West Ham 0 - 1 Man Utd (11:30 á morgun)
Hvorugt liðið hefur verið að spila vel. Þetta verður jafn leikur en United mun kreista fram sigur.

Arsenal 2 - 1 Watford (14 á morgun)
Þetta verður opinn leikur. Arsenal tekur sinn fimmta sigur í röð.

Everton 2 - 2 Fulham (14 á morgun)
Bæði lið hafa gaman af því að sækja og þetta gæti orðið skemmtilegur markaleikur.

Huddersfield 0 - 2 Tottenham (14 á morgun)
Tottenham er betra lið, svo einfalt er það.

Man City 3 - 0 Brighton (14 á morgun)
Manchester City mun vera rosalega mikið með boltann og þetta verður auðveldur sigur heimamanna.

Newcastle 1 - 1 Leicester (14 á morgun)
Endar með jafntefli í jöfnum leik. Varnarleikur beggja lið verður í aðalhlutverki.

Wolves 1 - 1 Southampton (14 á morgun)
Wolves hefur verið að spila góðan fótbolta en það verður erfitt að brjóta Southampton niður.

Chelsea 1 - 1 Liverpool (16:30 á morgun)
Stórleikur helgarinnar. Liverpool er með frábært sóknarlið og Chelsea þarf að spila öflugan varnarleik til að fá eitthvað úr þessum leik. Það verður raunin, vörn Chelsea mun standa vel.

Cardiff 0 - 0 Burnley (15 á sunnudag)
Hvorugt liðið má við því að tapa þessum leik og það verður ekki mikið um opin marktækifæri.

Bournemouth 1 - 1 Crystal Palace (19 á mánudag)
Jafntefli. Ekkert meira að segja um það.

Fyrri spámenn:
Baldur Sigurðsson (7 réttir)
Kjartan Atli Kjartansson (6 réttir)
Rikki G (6 réttir)
Rúnar Alex Rúnarsson (6 réttir)
Logi Ólafsson (5 réttir)
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (3 réttir)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 4 4 0 0 9 4 +5 12
2 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
3 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Man City 4 2 0 2 8 4 +4 6
9 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
10 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
11 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Man Utd 4 1 1 2 4 7 -3 4
15 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
17 Burnley 4 1 0 3 4 7 -3 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir
banner
banner