Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 26. febrúar 2019 15:00
Magnús Már Einarsson
Sara Björk spáir í leiki vikunnar á Englandi
Sara Björk Gunnarsdóttir.
Sara Björk Gunnarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Lukaku og Pogba verða báðir á skotskónum á morgun samkvæmt spá Söru.
Lukaku og Pogba verða báðir á skotskónum á morgun samkvæmt spá Söru.
Mynd: Getty Images
Liverpool heldur toppsætinu samkvæmt spá Söru.
Liverpool heldur toppsætinu samkvæmt spá Söru.
Mynd: Getty Images
Friðrik Dór Jónsson var með fjóra rétta þegar hann spáði í leikina í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.

Það er skammt stórra högga á milli í deildinni því heil umferð er á dagskrá í kvöld og á morgun. Landsliðskonan Sara Björk Gunnarsdóttir spáir í leikina að þessu sinni en íslenska landsliðið hefur leik á Algarve mótinu á morgun.



Cardiff 1 - 1 Everton (19:45 í kvöld)
Skemmtilegur Íslendingaslagur þar sem tveir af okkar bestu munu spila! Hefur ekkert gengið of vel hjá báðum liðum. Cardiff tapaði stórt fyrir Watford í seinast leik og mun rífa sig í gang!

Huddersfield 0 - 2 Wolves (19:45 í kvöld)
Huddersfield er í bölvuðu brasi. Ekki náð að vinna einn leik! Verður erfiður leikur fyrir þá á móti Wolves.

Leicester 1 - 0 Brighton (19:45 í kvöld)
Mikilvægur leikur fyrir bæði lið til að halda sér frá fallsætinu. Leicester búin að reka þjálfarann eftir seinasta tap. Leicester rífur sig í gang og tekur 3 stig heima!

Newcastle 1 - 2 Burnley (20:00 í kvöld)
Burnley mun taka sterkan útisigur á St.James Park. Jói með assist!

Arsenal 2 - 0 Bournemouth (19:45 á morgun)
Arsenal er með sjálfstraust þessa dagana og klára Bournemouth heima. Aubameyang með bæði mörkin!

Southampton 1 - 0 Fulham (19:45 á morgun)
Bæði lið á botni deildarinnar. Ætla tippa á að Southampton skori eina mark leiksins og komi sér í betri stöðu í fallbaráttunni.

Chelsea 2 - 1 Tottenham (20:00 á morgun)
Topp slagur en Chelsea koma sterkir til baka eftir tap í bikarnum á móti City. Þeir sækja þennan sigur og Hazard og Higuin skora.

Crystal Palace 0 - 3 Manchester United (20:00 á morgun)
Man U er mitt lið og þrátt fyrir mikil meiðsli þá ná þeir að skora þrjú mörk gegn engu á útivelli. Pogba með tvö mörk og Lukaku með eitt mark!

Liverpool 2 - 0 Watford (20:00 á morgun)
Liverpool ekki sáttir með jafntefli á móti United. Þeir vinna á móti Watford og halda áfram að tryggja stöðu sína á toppnum!

Manchester City 3 - 1 West Ham (20:00 á morgun)
City eru fullir af sjálfstrausti eftir að hafa unnið bikarinn um seinustu helgi. Þeir gefa ekkert eftir og halda áfram setja pressu á Liverpool með 3-1 sigri.

Fyrri spámenn:
Auðunn Blöndal (8 réttir)
Steindi Jr. (8 réttir)
Baldur Sigurðsson (7 réttir)
Benedikt Bóas (6 réttir)
Gaupi (6 réttir)
Kjartan Atli Kjartansson (6 réttir)
Rikki G (6 réttir)
Rúnar Alex Rúnarsson (6 réttir)
Sóli Hólm (6 réttir)
Guðjón Baldvinsson (5 réttir)
Jóhann Gunnar Einarsson (5 réttir)
Jón Dagur Þorsteinsson (5 réttir)
Hjörvar Hafliðason (5 réttir)
Katrín Jakobsdóttir (5 réttir)
Logi Ólafsson (5 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (5 réttir)
Arnór Sigurðsson (4 réttir)
Arnór Þór Gunnarsson (4 réttir)
Friðrik Dór Jónsson (4 réttir)
Jón Þór Hauksson (4 réttir)
Sam Hewson (4 réttir)
Siggi Hall (4 réttir)
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (3 réttir)
Atli Fannar Bjarkason (2 réttir)
Kristjana Arnarsdóttir (2 réttir)
Teitur Örlygsson (2 réttir)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner