Sam Hewson, leikmaður Grindavíkur, fékk fjóra rétta þegar hann spáði í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.
Skemmtikrafturinn Sóli Hólm spáir í leiki helgarinnar en nú þegar er einn leikur búinn, leikur Brighton og West Ham sem fram fór í gær. Brighton vann þann leik 1-0.
Skemmtikrafturinn Sóli Hólm spáir í leiki helgarinnar en nú þegar er einn leikur búinn, leikur Brighton og West Ham sem fram fór í gær. Brighton vann þann leik 1-0.
Burnley 2 - 0 Huddersfield (14 í dag)
Jóhann okkar Berg mun afgreiða Huddersfield með aðkomu sinni að báðum mörkum
Crystal Palace 1- 1 Wolves (14 í dag)
Úlfarnir hafa farið frábærlega af stað og ég held að sé betri stemning í fáum liðum í deildinni. Crystal Palace munu þó grísa á jafntefli á heimavelli.
Leicester 1 - 2 Everton (14 í dag)
Því miður fyrir Leicester þá er Gylfi kominn í gang. Því miður. Gaman fyrir alla Íslendinga sem halda ekki með Leicester.
Tottenham 3 - 0 Cardiff (14 í dag)
Meðan Aron er ekki til að loka á miðjunni munu Welsku fuglarnir ekki eiga erindi sem erfiði. Tottenham hrekkur í gang eftir erfiða viku í Meistaradeildinni.
Watford 2- 0 Bournemouth (14 í dag)
Virgil Van Dijk og Joe Gomez eru ekki leikmenn Bournemouth og það kann Troy Deeney að meta og skorar allavega eitt mark.
Man Utd 3 - 0 Newcastle (16:30 í dag)
Þetta verður leikurinn þar sem ManU hrekkur í gang.
Fulham 0 - 2 Arsenal (11:00 á morgun)
Ég á bágt með að ímynda mér Fulham eiga eitthvað í Arsenal sem er að spila skemmtilega í haust.
Southampton 1- 3 Chelsea (13:15 á morgun)
Það er ekki nóg fyrir Southampton að vera með Danny Ings því vörnin þeirra mun ekki ráða við Hazard sem er pirrandi góður núna.
Liverpool 2 - 2 Man City (15:30 á morgun)
Ég er ekki ánægður hvernig mínir menn í Liverpool voru í síðasta leik á móti Napoli. Þetta verður markaleikur. Liverpool kemst í 2-0 en missa það niður í jafntefli. Gini Wi skorar enn á ný fyrir liverpool gegn city sem og Firmino. Aguero og Jesús setja svo tvö leiðinlega seint í leiknum.
Fyrri spámenn:
Baldur Sigurðsson (7 réttir)
Kjartan Atli Kjartansson (6 réttir)
Rikki G (6 réttir)
Rúnar Alex Rúnarsson (6 réttir)
Logi Ólafsson (5 réttir)
Sam Hewson (4 réttir)
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (3 réttir)
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1 | Arsenal | 10 | 8 | 1 | 1 | 18 | 3 | +15 | 25 |
| 2 | Man City | 10 | 6 | 1 | 3 | 20 | 8 | +12 | 19 |
| 3 | Liverpool | 10 | 6 | 0 | 4 | 18 | 14 | +4 | 18 |
| 4 | Sunderland | 10 | 5 | 3 | 2 | 12 | 8 | +4 | 18 |
| 5 | Bournemouth | 10 | 5 | 3 | 2 | 17 | 14 | +3 | 18 |
| 6 | Tottenham | 10 | 5 | 2 | 3 | 17 | 8 | +9 | 17 |
| 7 | Chelsea | 10 | 5 | 2 | 3 | 18 | 11 | +7 | 17 |
| 8 | Man Utd | 10 | 5 | 2 | 3 | 17 | 16 | +1 | 17 |
| 9 | Crystal Palace | 10 | 4 | 4 | 2 | 14 | 9 | +5 | 16 |
| 10 | Brighton | 10 | 4 | 3 | 3 | 17 | 15 | +2 | 15 |
| 11 | Aston Villa | 10 | 4 | 3 | 3 | 9 | 10 | -1 | 15 |
| 12 | Brentford | 10 | 4 | 1 | 5 | 14 | 16 | -2 | 13 |
| 13 | Newcastle | 10 | 3 | 3 | 4 | 10 | 11 | -1 | 12 |
| 14 | Everton | 10 | 3 | 3 | 4 | 10 | 13 | -3 | 12 |
| 15 | Fulham | 10 | 3 | 2 | 5 | 12 | 14 | -2 | 11 |
| 16 | Leeds | 10 | 3 | 2 | 5 | 9 | 17 | -8 | 11 |
| 17 | Burnley | 10 | 3 | 1 | 6 | 12 | 19 | -7 | 10 |
| 18 | West Ham | 10 | 2 | 1 | 7 | 10 | 21 | -11 | 7 |
| 19 | Nott. Forest | 10 | 1 | 3 | 6 | 7 | 19 | -12 | 6 |
| 20 | Wolves | 10 | 0 | 2 | 8 | 7 | 22 | -15 | 2 |
Athugasemdir



