Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 24. ágúst 2018 12:00
Magnús Már Einarsson
Berglind Björg spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Berglind vann Mjólkurbikarinn með Breiðabliki um síðustu helgi.
Berglind vann Mjólkurbikarinn með Breiðabliki um síðustu helgi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
James Milner skorar úr vítaspyrnu samkvæmt spánni.
James Milner skorar úr vítaspyrnu samkvæmt spánni.
Mynd: Getty Images
Jesse Lingard skorar í sigri Manchester United samkvæmt spá Berglindar.
Jesse Lingard skorar í sigri Manchester United samkvæmt spá Berglindar.
Mynd: GettyImages
Rikki G var með sex rétta þegar hann spáði í leikina í enska boltanum um síðustu helgi.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir varð bikarmeistari með Breiðabliki um síðustu helgi en hún er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Þýskalandi í gríðarlega mikilvægum leik eftir rúma viku. Berglind spáir í leiki helgarinnar á Englandi að þessu sinni.



Wolves 0 - 3 Man City (11:30 á morgun)
Eina liðið sem mun gefa Man City mótspyrnu þetta tímabil verður Liverpool, svo þetta verður auðveldur 3-0 sigur hjá City. Aguero er á eldi og setur 2 á meðan Sterling setur 1.

Arsenal 2 - 1 West Ham (14:00 á morgun)
Arsenal hefur byrjað tímabilið illa en það hefur West Ham einnig gert. West Ham hefur fjárfest í nýjum leikmönnum sem hafa verið að skila sínu en vörnin er bara ekki nógu góð. Arsenal tekur þennan leik 2-1, með mörkum frá Aubameyang og Iwobi. Arnautovic setur hann fyrir West Ham.

Bournemouth 1 - 2 Everton (14:00 á morgun)
Everton átti erfitt undirbúningstímabil en ég held þeir fari í gang á þessum erfiða útivelli. Richarlison er að gera frábæra hluti og loksins er Gylfi Sig byrjaður að spila sína stöðu. Richarlison setur 1 og Walcott með hitt. Joshua King minnkar muninn fyrir Bournemouth.

Huddersfield 0 - 1 Cardiff (14:00 á morgun)
Bæði lið að leita að sínum fyrsta sigri og að mínu mati eru þetta bæði lið sem verða í hættu með að falla þetta tímabil. Joe Ralls skorar fyrir Cardiff og tryggir þeim sigur í frekar leiðinlegum leik.

Southampton 2 - 1 Leicester (14:00 á morgun)
Southampton voru vonbrigði á síðasta tímabili og hafa þeir selt frá sér tvo sókndjarfa miðjumenn sem eru Tadic og Boufal, svo Southampton er óskrifað blað eins og er. En þeir keyptu Danny Ings sem lítur gífurlega vel út í byrjun tímabils. Ef Danny Ings heldur sér heilum þetta tímabil þá er voðinn vís. Vardy er í banni í þessum leik svo ég segi 2-1 fyrir Southampton og verður Danny Ings með bæði og Iheanacho með markið fyrir Leicester.

Liverpool 3 - 0 Brighton (16:30 á morgun)
Ég vil leyfa mér að segja að Liverpool hefur aldrei litið jafn vel út og þetta tímabil. Vandamálið á síðasta tímabili voru miðjan og markmaður. Klopp keypti í glugganum nýjan markmann og tvo frábæra miðjumenn sem eru Keita og Fabinho sem við eigum ennþá eftir að sjá. Þetta lið er líklegt til alls og ég held þeir verði í topp 2 með Man City á þessu tímabili. Brighton munu því miður ekki sýna neina mótspyrnu í þessum leik og fer hann 3-0 með mörkum frá Mané, Salah og Milner sem skorar úr víti.

Watford 1 - 2 Crystal Palace (12:30 á sunnudag)
Þessi leikur verður jafnasti leikurinn í þessari umferð. Watford verið seigir og Troy Deeney verið góður en Crystal Palace líta óvenju vel út þetta tímabil svo ég held þeir taka þetta 2-1 í jöfnum leik. Andre Gray setur hann fyrir Watford en Zaha og Benteke setja hann fyrir Crystal Palace.

Fulham 0 - 1 Burnley (15:00 á sunnudag)
Bæði lið að leita af sínum fyrsta sigri og keypti Fulham mikið í glugganum svo það er erfitt að lesa út hvernig þeir verða þetta tímabil. Burnley gert fáar breytingar enda stóðu þeir sig vel síðasta tímabil. Burnley tekur þetta 1-0 og Jóhann Berg skorar úr aukaspyrnu.

Newcastle 0 - 2 Chelsea (15:00 á sunnudag)
Newcastle ekki verið sannfærandi að mínu mati og aðeins búnir að fá eitt stig. Nýr þjálfari hjá Chelsea og þeir munu taka þetta sannfærandi 2-0. Willian og Morata með mörkin.

Manchester United 2 - 1 Tottenham (19:00 á mánudag)
Mínir menn í Man Utd voru ekki sannfærandi í síðasta leik en þeir hafa verið að skila inn sigrum á heimavelli undir stjórn Mourinho svo þeir slefa í sigur í þessum leik. Tottenham kemst yfir með marki frá Kane en Man Utd hoppar í gang eftir það og vinna 2-1 í jöfnum leik. Lukaku og Lingard með mörkin.

Fyrri spámenn:
Kjartan Atli Kjartansson (6 réttir)
Rikki G (6 réttir)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner