Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
banner
   lau 03. nóvember 2018 10:30
Magnús Már Einarsson
Auddi Blö spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Auddi í góðum félagsskap.
Auddi í góðum félagsskap.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Jón Þór Hauksson var með fjóra rétta þegar hann spáði í leikina í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.

Fjölmiðlamaðurinn góðkunni Auðunn Blöndal spáir í leikina að þessu sinni. Auddi er í stóru hlutverki í Suður-Ameríska Draumnum þessa dagana auk þess sem hann er á sínum stað í útvarpsþættinum FM95BLÖ á FM957.



Bournemouth 1 - 2 Manchester United (12:30 í dag)
Þetta verður erfiður leikur fyrir mína menn. Bournemouth heitir og United alltaf einhvernveginn að taka eitt skref áfram en svo tvö til baka! En mínir menn hafa þetta 1-2. Martial setur allavega eitt og svo mætti Wilson lúðinn þarna setja fyrir hina, er með hann frammi í Fantasy!

Cardiff 0 - 1 Leicester (15:00 í dag)
Þetta er erfiður leikur. Maður styður alltaf fyrirliðann okkar Aron, en væri skrýtið að halda ekki með Leicester í þessum leik eftir hörmungarnar í síðustu viku. Spá 0-1 fyrir Leicester

Everton 2 - 0 Brighton (15:00 í dag)
Þarna þarf Gylfi að taka yfir. Er með hann í Fantasy og hefur verið að gefa kallinn. 2-0 og Gylfi með mark og stoðsendingu!

Newcastle 2 - 1 Watford (15:00 í dag)
Væri sama um þennan leik ef það væri ekki fyrir Sigga Sörens. Maður er farinn að vorkenna honum sem stuðningsmanni Newcastle og vonar því eftir 2-1 sigri hjá þeim þarna. Steindi þykist líka vera Newcastle maður en heldur ennþá að Andy Cole og Alan Shearer séu frammi hjá þeim!

West Ham 1 -1 Burnley (15:00 í dag)
Það er rosaleg 1-1 lykt yfir þessum. Jói leggur upp eitt en West Ham jafnar því miður.

Arsenal 2 - 2 Liverpool (17:30 í dag)
Þarna er staðfest leikur umferðarinnar! Arsenal sjóðheitir og Liverpool náttúrulega taplausir ennþá. Vona að þetta verði flugeldasýnining og fari 2-2. Mane má skora…held að þið vitið af hverju.

Wolves 0 -1 Tottenham (19:45 í kvöld)
Þetta ætti að vera sigur fyrir Hjamma og félaga. Verður ekki létt samt.

Man City 3 - 0 Southampton (15:00 á morgun)
Léttur heimasigur þarna hjá besta liði deildarinnar. 3-0 og Aguero með tvö allavega og sennilega með fyrirliðabandið hjá mér í Fantasy.

Chelsea 2 - 0 Crystal Palace (16:00 á morgun)
Léttur 2-0 heimasigur. Chelsea bara með mun betra lið og búnir að vera heitir.

Huddersfield 1 - 1 Fulham (20:00 á mánudag)
Held að ég sé einmitt að afþýða hakk þegar að þessi leikur er sýndur. Gæti ekki verið meira sama, en skjótum á 1-1.

Fyrri spámenn:
Baldur Sigurðsson (7 réttir)
Kjartan Atli Kjartansson (6 réttir)
Rikki G (6 réttir)
Rúnar Alex Rúnarsson (6 réttir)
Sóli Hólm (6 réttir)
Jón Dagur Þorsteinsson (5 réttir)
Logi Ólafsson (5 réttir)
Jón Þór Hauksson (4 réttir)
Sam Hewson (4 réttir)
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (3 réttir)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Crystal Palace 15 7 5 3 20 12 +8 26
5 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
6 Man Utd 15 7 4 4 26 22 +4 25
7 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
8 Brighton 15 6 5 4 25 21 +4 23
9 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
10 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
11 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
12 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 15 5 2 8 20 24 -4 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 17 29 -12 13
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 15 0 2 13 8 33 -25 2
Athugasemdir
banner
banner