Ólíklegt að Liverpool selji Robertson - City með augu á Trent Alexander-Arnold - Bobb frá City til Fulham
banner
   lau 27. október 2018 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jón Þór spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Jón Þór Hauksson, nýráðinn landsliðsþjálfari kvenna.
Jón Þór Hauksson, nýráðinn landsliðsþjálfari kvenna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn efnilegi Jón Dagur Þorsteinsson fékk fimm rétta þegar hann spáði í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Það kemur í hlut nafna hans, Jóns Þórs Haukssonar, að spá í umferðina sem hefst í dag. Jón Þór var áberandi í vikunni en hann var þá ráðinn landsliðsþjálfari kvenna.

Smelltu hér til að hlusta á hlaðvarp þar sem Jón Þór og Ian Jeffs, aðstoðarmaður hans, fara yfir málin.

Jón Þór er stuðningsmaður Manchester United en hann hefur ekki mikla trú á sínum mönnum fyrir helgina.

Brighton 1- 2 Wolves (14 í dag)
Partý-ið heldur áfram hjá Wolves.

Fulham 0 - 1 Bournemouth (14 í dag)
Bölvaðir kæglar í þessu Fulham liði.

Liverpool 2 - 3 Cardiff (14 í dag)
Aron Einar er ekkert að leika sér.

Southampton 1 - 0 Newcastle (14 í dag)
Goðsögnin Mark Hughes hefur sýnt markið sitt gegn Barcelona í úrslitaleik evrópukeppni bikarhafa ´91 alla vikuna. Það mun virka.

Watford 2 - 0 Huddersfield (14 í dag)
Elton John mun halda veislu um kvöldið. Það mun draga dilk á eftir sér. Síðasti sigur Watford á árinu.

Leicester 3 - 0 West Ham (16:30 í dag)
Heimamenn munu verða í miklu stuði og Vardy heldur partý.

Burnley 1 - 2 Chelsea (13:30 á morgun)
Því miður mun mark Jóhanns Berg ekki duga í þessum leik. Hann kemur heimamönnum yfir snemma en William nýtir tækifæri sitt vel í fjarveru Hazard og skorar bæði mörk Chelsea í uppbótartíma.

Crystal Palace 1- 1 Arsenal (13:30 á morgun)
Arsenal að gera vel um þessar mundir en ráða illa við herkænsku hins aldna Roy Hodgson.

Man Utd 0 - 2 Everton (16:00 á morgun)
Gylfi er að komast á mikið flug og skorar bæði í kveðjuleik Jose Mourinho.

Tottenham 3 - 1 Man City (20:00 á mánudag)
Tottenham er að strögla í Meistaradeildinni en hristir af sér slenið þar og vinnur sannfærandi.

Fyrri spámenn:
Baldur Sigurðsson (7 réttir)
Kjartan Atli Kjartansson (6 réttir)
Rikki G (6 réttir)
Rúnar Alex Rúnarsson (6 réttir)
Sóli Hólm (6 réttir)
Jón Dagur Þorsteinsson (5 réttir)
Logi Ólafsson (5 réttir)
Sam Hewson (4 réttir)
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (3 réttir)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 23 15 5 3 42 17 +25 50
2 Man City 23 14 4 5 47 21 +26 46
3 Aston Villa 23 14 4 5 35 25 +10 46
4 Man Utd 23 10 8 5 41 34 +7 38
5 Chelsea 23 10 7 6 39 25 +14 37
6 Liverpool 23 10 6 7 35 32 +3 36
7 Fulham 23 10 4 9 32 32 0 34
8 Brentford 23 10 3 10 35 32 +3 33
9 Newcastle 23 9 6 8 32 29 +3 33
10 Sunderland 23 8 9 6 24 26 -2 33
11 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
12 Brighton 23 7 9 7 33 31 +2 30
13 Bournemouth 23 7 9 7 38 43 -5 30
14 Tottenham 23 7 7 9 33 31 +2 28
15 Crystal Palace 23 7 7 9 24 28 -4 28
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 23 7 4 12 23 34 -11 25
18 West Ham 23 5 5 13 27 45 -18 20
19 Burnley 23 3 6 14 25 44 -19 15
20 Wolves 23 1 5 17 15 43 -28 8
Athugasemdir
banner
banner