Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
   lau 10. nóvember 2018 09:50
Magnús Már Einarsson
Atli Fannar spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Atli Fannar á grillinu.
Atli Fannar á grillinu.
Mynd: Úr einkasafni
Auðunn Blöndal gerði sér lítið fyrir og var með átta rétta þegar hann spáði í leikina í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.

Fjölmiðlamaðurinn Atli Fannar Bjarkason spáir í leikina að þessu sinni.



Cardiff 1 - 1 Brighton (12:30 í dag)
Þessi fótboltaleikur verður hvorki fagur né skemmtilegur.

Huddersfield 0 - 2 West Ham (15:00 í dag)
Trúi ekki öðru en að Íslandsvinirnir í West Ham taki lánlausa Huddersfield peyja sannfærandi.

Leicester 2 - 2 Burnley (15:00 í dag)
Jói Berg er að mala gull fyrir Ella vin minn í Fantasy (Fantrax, eina vitið). Hann leggur upp.

Newcastle 0 - 2 Bournemouth (15:00 í dag)
Newcastle er komið á sigurbraut (?) en það dugir ekki til gegn sprækum Bournemouth snáðum.

Southampton 0 - 1 Watford (15:00 í dag)
Hef alltaf verið pínu veikur fyrir Watford og held að þeir loki þessu.

Crystal Palace 1 - 1 Tottenham (17:30 í dag)
Ég veit ekki margt. Ég veit þó að þetta verður ekki skemmtilegur leikur enda lenda drengirnir í Tottenham á vegg.

Liverpool 4 - 0 Fulham (12:00 á sunnudag)
Upplifi svefntruflanir og andleg þyngsli yfir frammistöðu minna manna þessa dagana. Trúi samt ekki öðru en að þeir taki þetta sannfærandi.

Chelsea 2 - 1 Everton (14:15 á sunnudag)
Hörkuleikur en Chelsea með Hazard er númeri of stórt fyrir Gylfa Þór (og félaga í Everton).

Arsenal 3 - 1 Wolves (16:30 á sunnudag)
Þetta verður gönguferð í almenningsgarðinum fyrir Arsenal.

Man City 3 - 3 Man Utd (16:30 á sunnudag)
Það er einhver þvílík seigla í þessu United liði í dag — held að þeir sæki jafntefli á lokaandartökum leiksins eftir að City kemst í 3-1. Lokatölur: 3-3.

Fyrri spámenn:
Auðunn Blöndal (8 réttir)
Baldur Sigurðsson (7 réttir)
Kjartan Atli Kjartansson (6 réttir)
Rikki G (6 réttir)
Rúnar Alex Rúnarsson (6 réttir)
Sóli Hólm (6 réttir)
Jón Dagur Þorsteinsson (5 réttir)
Logi Ólafsson (5 réttir)
Jón Þór Hauksson (4 réttir)
Sam Hewson (4 réttir)
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (3 réttir)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 20 15 3 2 40 14 +26 48
2 Man City 20 13 3 4 44 18 +26 42
3 Aston Villa 20 13 3 4 33 24 +9 42
4 Liverpool 20 10 4 6 32 28 +4 34
5 Chelsea 20 8 7 5 33 22 +11 31
6 Man Utd 20 8 7 5 34 30 +4 31
7 Brentford 20 9 3 8 32 28 +4 30
8 Sunderland 20 7 9 4 21 19 +2 30
9 Newcastle 20 8 5 7 28 24 +4 29
10 Brighton 20 7 7 6 30 27 +3 28
11 Fulham 20 8 4 8 28 29 -1 28
12 Everton 20 8 4 8 22 24 -2 28
13 Tottenham 20 7 6 7 28 24 +4 27
14 Crystal Palace 20 7 6 7 22 23 -1 27
15 Bournemouth 20 5 8 7 31 38 -7 23
16 Leeds 20 5 7 8 26 33 -7 22
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
19 Burnley 20 3 3 14 20 39 -19 12
20 Wolves 20 1 3 16 14 40 -26 6
Athugasemdir
banner
banner
banner