Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 01. september 2018 14:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Þýskalands - Fjórar sem byrjuðu í tapinu
Icelandair
Alexandra Popp er leikmaður sem Íslands þarf að gæta vel.
Alexandra Popp er leikmaður sem Íslands þarf að gæta vel.
Mynd: Getty Images
Horst Hrubesch, þjálfari þýska kvennalandsliðsins, er búinn að tilkynna byrjunarlið sitt gegn Íslandi í mjög mikilvægum leik sem hefst klukkan 14:55.

Þýskaland tapaði gegn Íslandi ytra, 3-2, á síðasta ári. Hrubesch, sem er mikill reynslubolti, tók við liðinu eftir þann leik. Undir hans stjórn hefur Þýskaland unnið alla þrjá leiki sína.

Það vantar marga lykilmenn í þýska liðið og þar ber Dszenifer Marozán sem er veik. Frá leiknum úti gerir Hrubesch sjö breytingar á byrjunarliði sínu. Aðeins Leonie Maier, Alexandra Popp, Melanie Leupolz og Svenja Huth halda sæti sínu, aðrar byrjuðu ekki þann leik, voru jafnvel ekki í leikmannahópnum.

Byrjunarlið Þýskalands:
1. Almuth Schult (m)
2. Carolin Simon
4. Leone Maier
6. Kristin Demann
7. Lea Schuller
11. Alexandra Popp
13. Sara Dabritz
15. Sara Doorsoun-Khajeh
17. Verana Schweers
18. Melanie Leupolz
19. Svenja Huth

Staðan fyrir leikinn við Þjóðverja
Sigur á Þýskalandi = Ísland beint á HM
Jafntefli gegn Þýskalandi = Ísland þarf sigur á Tékkum til að fara á HM
Tap gegn Þjóðverjum = Ísland þarf sigur á Tékkum til að fara í umspil

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu
Athugasemdir
banner
banner