Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 02. desember 2017 10:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Barca Blaugranes 
Messi og Aguero ætla í göngutúr ef Argentína vinnur HM
Messi er skærasta stjarna Argentínu.
Messi er skærasta stjarna Argentínu.
Mynd: Getty Images
Lionel Messi og Sergio Aguero hafa heitið því að ganga allt að 68 kílómetra vegalengd ef Argentína stendur uppi sem sigurvegari á HM í Rússlandi næsta sumar.

Þeir ákváðu að gefa loforð fyrir þessu í samtali við blaðamann fyrir nokkrum vikum.

Messi lofaði að ganga frá heimabæ sínum, Rosario, til San Nicolás en það er um 68 kílómetra ferðalag. Það má gera ráð fyrir því að það tæki Messi og Aguero nokkra klukkutíma að klára það.

Blaðamaðurinn Martín Arevalo fékk Messi til að gefa sér loforð.

„Leo, gerum loforð ef þú er til í það. Ég hef trú á landsliðinu. Við göngum til San Nicolás ef við verðum meistarar, ertu til í það?" sagði blaðamaðurinn við Messi sem sagði: „Augljóslega!"

Þeir tókust svo í hendur til að gera loforðið formlegt. Arevalo bar svo upp sömu spurningu fyrir Aguero.

„Ég er til í að skokka," sagði Aguero.

Dregið var í riðla fyrir HM í gær og Argentína lenti þar í erfiðum riðli með Króatía, Nígeríu og Íslandi. Argentínumenn mæta Íslandi í fyrsta leik sínum á mótinu, þann 16. júní í Moskvu.
Athugasemdir
banner
banner