Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 07. júlí 2018 09:30
Gunnar Logi Gylfason
Southgate svarar gagnrýni Mild
Mynd: Getty Images
Gareth Southgate hefur svarað Hakan Mild sem sagði enska landsliðið vera ofdekruð börn.

„Ég er fótbolta manneskja. Það er gott að geta haft áhrif og leikmennirnir hafa það tækifæri líka þar sem þeir eru með rödd til að hafa áhrif á ungt fólk, sérstaklega ungt fólk frá þeim svæðum þaðan sem þeir eru."

„Þeir geta veitt þeim von og, eins og ég hef sagt áður, við erum ekki lið sem heldur að við eigum að fá allt upp í hendurnar."

„Við erum strákar sem eru uppaldir hjá Barnsley og Leeds og Bolton og Blackburn. Það er mikilvægt fyrir okkur á laugardaginn því ég held að Svíunum finnist gaman að benda á að við fáum hitt og þetta í laun og við erum lið sem heldur að við fáum allt upp í hendurnar en ég held að það sé ekki málið með þennan hóp."

„Það er mikilvægt að muna að Steve (Holland) [aðstoðarþjálfari liðsins] var í Crewe. Ég var í Palace þegar þeir voru ekki eins góðir og núna. Við höfum barist fyrir þessu."

„Flestir strákanna okkar hafa spilað í Championship-deildinni eða neðar, hvort sem þeir byrjuðu ferilinn þar eða fóru á lán. Það eru mikilvæg skilaboð fyrir okkur. Við erum að uppskera því við erum að vinna saman og spilum góðan fótbolta en æfum líka vel."

„Engir farþegar, enginn að gleyma að loka á sendingar, enginn að labba um. Það er aðalástæðan fyrir því að við erum að ná í góð úrslit og við verðum að halda áfram að gera það,"
sagði Southgate að lokum en hann stefnir á að stýra Englandi að sínum öðrum Heimsmeistaratitli og sínum fyrsta síðan árið 1966.

Athugasemdir
banner
banner