Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 10. janúar 2021 13:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Berglind skoraði tvennu í sigri á drengjaliði Le Havre
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsframherjinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði tvennu fyrir franska félagið Le Havre í æfingaleik í gær.

Kvennalið Le Havre mætti U14/U15 liði stráka hjá félaginu og fór með sigur af hólmi.

Leikurinn endaði 4-1 og var Berglind á skotskónum. Varnarmaðurinn Anna Björk Kristjánsdóttir er einnig á mála hjá félaginu.

Þessi leikur var í undirbúningi fyrir frönsku úrvalsdeildina sem fer aftur af stað um næstu helgi. Le Havre er á botni deildarinnar en liðið er komið með nýjan þjálfara fyrir seinni hluta tímabilsins. Michaël Bunel tók nýlega við liðinu en hann hefur starfað lengi hjá Le Havre.
Athugasemdir
banner
banner