Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 12. apríl 2019 15:43
Arnar Daði Arnarsson
Fareed Sadat í Hauka (Staðfest)
Kristján Ómar ásamt Fareed Sadat.
Kristján Ómar ásamt Fareed Sadat.
Mynd: Hulda Margrét
Haukar hafa fengið til sín sóknarmanninn, Fareed Sadat. Hann er kominn með félagaskipti í Hauka og gæti því leikið með liðinu í bikarleik gegn KFS á laugardaginn.

Fareed Sadat er tvítgur sóknarmaður sem fæddist í Afganistan en fluttist ungur til Finnlands. Hann hefur leikið með yngri landsliðum Finnlands og Afganistans. Nú síðast í lok mars með U23 ára landsliði Afganistan.

Hann kemur til liðs við Hauka frá finnska úrvalsdeildarfélaginu, FC Lahti en hann lék níu leiki með liðinu á síðasta tímabili. Síðasta sumar kom hann til að mynda inná í Evrópuleik gegn FH í Kaplakrika.

Sa­dat spilaði 38 leiki með Lahti árið 2016 og skoraði í þeim leikj­um 3 mörk en hann hef­ur einnig spilað með finnsku liðunum GrIFK og Espoo.

Fyrsti leikur Hauka í Inkasso-deildinni er gegn Fjölni sunnudaginn 5. maí.

Komnir:
Aron Elí Sævarsson frá Val á láni
Ásgeir Þór Ingólfsson frá Hönefoss
Gunnar Geir Baldursson frá Breiðabliki
Hafþór Þrastarson frá Selfossi
Sindri Þór Sigþórsson frá Fjölni
Frans Sigurðsson frá ÍBV
Sean Da Silva frá Bandaríkjunum
Fareed Sadat frá FC Lahti í Finnlandi

Farnir:
Gunnar Gunnarsson í Þrótt
Ísak Atli Kristjánsson í Fjölni (var á láni)
Aran Nganpanya í Þrótt V.
Elton Renato Livramento Barros í Keflavík
Gylfi Steinn Guðmundsson í ÍR
Haukur Ásberg Hilmarsson í KH
Hilmar Rafn Emilsson í KÁ
Athugasemdir
banner
banner