Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 19. mars 2019 19:30
Elvar Geir Magnússon
Peralada, Katalóníu
Reynslulítill Svisslendingur dæmir gegn Andorra
Icelandair
Sandro Schärer.
Sandro Schärer.
Mynd: Getty Images
Sandro Schärer, þrítugur Svisslendingur, fær það verkefni að dæma leik Íslands í Andorra á föstudaginn.

Um er að ræða fyrsta leik Íslands í undankeppni EM.

Schärer er ekki sá reyndasti í faginu en hann hefur aðeins dæmt einn annan A-landsleik, það var viðureign Hvíta-Rússlands og San Marínó í D-deild Þjóðadeildarinnar.

Hann hefur dæmt einn leik í forkeppni Meistaradeildarinnar og tvo leiki í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Hans bíður erfitt verkefni en eins og fjallað hefur verið um þá spilar Andorra markvisst að því að reyna að hægja á leiknum og pirra andstæðinginn.

„Þeir múra fyrir markið, brjóta mikið og tefja. Við getum ekkert breytt því. Við spilum okkar leik og klárum þetta verkefni eins og menn," sagði Rúnar Már Sigurjónsson, leikmaður Íslands, við Fótbolta.net í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner