Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 19. júlí 2020 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Steven Lennon fagnaði eins og Eiður Smári
Steven Lennon í leiknum við Fjölni.
Steven Lennon í leiknum við Fjölni.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
FH vann 3-0 sigur á Fjölni í Pepsi Max-deildinni í gær, í fyrsta leik nýrra þjálfara FH.

Eiður Smári Guðjohnsen og Logi Ólafsson tóku við FH af Ólafi Kristjánssyni í síðustu viku.

Steven Lennon skoraði annað mark FH-inga í leiknum og hann tók fagn sem Eiður Smári, nýr þjálfari hans, var vanur taka á glæstum leikmannaferli sínum.

Leikmannaferil Eiðs Smára þekkja allir enda einn besti fótboltamaður Íslandssögunnar. Hann lyfti bikurum með Barcelona og Chelsea auk þess að spila fyrir íslenska landsliðið.

Farið var yfir mörkin úr leikjum sjöundu umferðar Pepsi Max-deildarinnar í Pepsi Max tilþrifunum á Stöð 2 Sport í kvöld þar var tekið fyrir þegar Lennon fagnaði eins og Eiður Smári.

Hér að neðan má sjá mörk sem Eiður Smári skoraði fyrir Chelsea og má þar til að mynda sjá einkennisfagn hans í marki númer 27 gegn gömlu félögunum í Bolton.



Athugasemdir
banner
banner
banner