Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 21. apríl 2019 19:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Warnock: Ekki enn búinn að jafna mig eftir tapið gegn Chelsea
Ánægður með sína menn í dag.
Neil Warnock á hliðarlínunni í dag.
Neil Warnock á hliðarlínunni í dag.
Mynd: Getty Images
Cardiff tapaði í dag gegn Liverpool sem skaust með sigrinum upp á topp deildarinnar.

Georginio Wijnaldum og James Milner sáu um mörkin í 0-2 sigri Liverpool.

Neil Warnock, stjóri Cardiff, var ánægður með sína menn í leikslok og stoltur af þeirra framlagi.

„Sem stjóri liðsins getur þú ekki beðið um meira heldur en drengirnir gerðu í dag. Þeir héldu sér inni í leiknum og gerðu mig stoltan," sagði Warnock í viðtali eftir leik.

„Við gætum þurft tvo sigra og jafntefli til að halda okkur uppi. Það er erfitt að sjá hvar við eigum að ná þeim stigum inn. Ég hef ekki ennþá jafnað mig á tapinu gegn Chelsea. Ef þið hefðuð séð búningsklefann eftir leik... ég hed aldrei séð menn jafn eyðilagða og þá."

„Stuðningsmennirnir hafa verið frábærir allt tímabilið og það hjálpar mér sem stjóra. Þeir vita að ég er að gera mitt besta."


Cardiff er þremur stigum frá Brighton sem er í sautjánda sæti. Brighton á auk þess leik til góða á Cardiff.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner