Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 22. júlí 2020 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Stefán Árni Geirsson (KR)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Siggi Helga.
Siggi Helga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn Þórðarson.
Kolbeinn Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árni Elvar Árnason.
Árni Elvar Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjalti Sigurðsson.
Hjalti Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ægir Jarl Jónasson, Kristján Flóki Finnbogason og Björgvin Stefánsson.
Ægir Jarl Jónasson, Kristján Flóki Finnbogason og Björgvin Stefánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Árni hefur farið vel af stað í liði KR í sumar en hann hefur komið við sögu í fimm af fyrstu sex leikjum liðsins í Pepsi Max-deildinni og skorað eitt mark.

Stefán var í fyrra að láni hjá Leikni R. í fyrstu deildinni og skoraði fjögur mörk í sautján leikjum. Hann kom við sögu í einum deildarleik með KR sumrin 2017 og 2018. Stefán á að baki ellefu unglingalandsleiki, þar af einn U21 árs landsleik. Í dag sýnir Stefán á sér hina hliðina.

Sjá einnig:
Stefán Árni ekki með í næstu leikjum KR - Kiddi Jóns tæpur

Fullt nafn: Stefán Árni Geirsson

Gælunafn: Einn af bestu vinum mínum er kallaður Stebbi svo ég er eiginlega alltaf bara kallaður Stefán

Aldur: 19

Hjúskaparstaða: Single

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Fyrsti alvöru leikur var 2017 en spilaði eitthvað á undirbúningstímabilinu 2016 held ég

Uppáhalds drykkur: Kaffi, eða radler

Uppáhalds matsölustaður: Var á Coocoos Nest hann er mjög sætur

Hvernig bíl áttu: Er með krúttlegan UP í láni

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: High Fidelity eða The Office

Uppáhalds tónlistarmaður: Rejjie Snow og er að hlusta mjög mikið á Hjaltalín núna

Fyndnasti Íslendingurinn: Bergur Ebbi og Dóri DNA geta verið mjög fyndnir

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Nutella, Þrist og Oreo

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Endilega!

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Never say never

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Emil Smith Rowe eða Nani

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Siggi Helga geitin, Rúnar og Bjarni eru samt að kenna manni helling

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Ég og Kolbeinn Þórðar höfum ekki alltaf verið bestu vinir inná vellinum, allt öðruvísi saga utan vallar

Sætasti sigurinn: Það var gaman að vinna blix í bikarúrslitum í 3. flokki

Mestu vonbrigðin: Komast ekki upp úr Inkasso í fyrra með Leikni

Uppáhalds lið í enska: Newcastle, verð síðan að halda smá með El Loco og Leeds

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Væri til í að sjá Árna Elvar stjórna miðjunni í KR

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Steinar Björnsson frændi minn í Víking er alvöru slúttari

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Sigurður Þráinn Geirsson

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Erfitt að velja á milli

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Zidane eða Ronaldinho

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Held að það séu bara allir komnir í samband og fjölskyldu í KR klefanum

Uppáhalds staður á Íslandi: Nauthólsvíkin

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Hef átt það til að rífast við menn inn á vellinum, hætti því snögglega þegar mér var tilkynnt að mín biði hópur af strákum með golfkylfum eftir leik

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Eitt stutt skák á chess.com er fínt til að róa hugann fyrir svefn

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Hef haft annað auga með NBA í gegnum tíðina

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Tiempo/mercurial

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Tungumálum

Vandræðalegasta augnablik: Hef vandræðalega oft áttað mig á því alltof seint að ég hef gleymt skónum mínum, legghlífum eða einhverju nauðsynlegu

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Hjalta Sigurðsson, Tryggva Geirsson og Zidane

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég bjó á Spáni í 7 ár

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Flóki og Ægir, þekkti þá ekkert rosa vel en svo fóru slatti af mínum bestu vinum á lán og þeir hafa verið mjög vinalegir eftir að ég kynntist þeim betur

Hverju laugstu síðast: Hringdi mig inn veikan fyrir breiðabliks leikinn um daginn, mætti skömmustulegur daginn eftir og fór yfir leikinn með samstarfsfélögum mínum :/

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Hlaup geta verið frekar þreytt

Ef þú fengir eina spurning til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Spurja Bjögga Stef hvernig maður verður svona þykkur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner